From Wikipedia, the free encyclopedia
Mjúkfura (fræðiheiti: Pinus armandii)[2] er furutegund ættuð frá Kína,[3] þar sem hún kemur fyrir frá suður Shanxi vestur til suður Gansu og suður til Yunnan, með stofna í Anhui. Hún vex í 2.200–3.000 m hæð í Taívan og nær einnig lítið eitt í norður Búrma.[4] Á kínversku er hú þekkt sem „Huafjalls-fura“ (华山松).
Mjúkfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus armandii Franch. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Hún vex í 1.000–3.300 m hæð, með lægri hæðirnar aðallega í norðurhluta svæðisins. Tréð nær 35 m hæð, með stofn að 1 m í þvermál.[5]
Barrnálarnar eru fimm saman í búnti með blaðslíðri sem fellur af. Barrið er 8–20 sm langt. Könglarnir eru 9–22 sm langir og 6–8 sm breiðir, með stífu og þykku köngulhreistri. Fræin eru stór 10–16 mm löng og með vott af væng; þeim er dreift af hnotkrákum. Könglarnir þroskast á öðru ári.
Tegundin er með tvö eða þrjú afbrigði:
IUCN hefur skráð var. dabeshanensis (flokkuð sem Pinus dabeshanensis)[7] viðkvæma tegund og var. mastersiana sem tegund í hættu.[8]
Pinus armandii hefur einnig verið tilkynnt frá Hainan við suðurströnd Kína, og á tvemur eyjum suður af Japan, en þessar tegundir eru frábrugðnar að mörgu leiti og eru nú taldar sjálfstæðar tegundir; Pinus fenzeliana og Pinus amamiana.
Fræjunum af Pinus armandii er safnað og seld sem furuhnetur. Hinsvegar eru það þessi fræ sem valda "pine mouth syndrome".[9] Viðurinn er nýttur í byggingar; tegundin er mikilvæg í skógrækt á sumsstaðar í Kína. Hún er einnig ræktuð til skrauts í Evrópu og Norður-Ameríku. Fræðiheitið er til heiðurs franska trúboðanum og náttúrufræðingnum Armand David, sem fyrst kynnti tegundina í Evrópu.
Tréð er talið vegna sígræns barrs talið vera tákn um langlífi og ódauðleika. Trjákvoðan er talin lifandi sálarefni, samsvarandi blóði í dýrum og mönnum. Í Kína til forna, reyndu taóistískir leitendur eilífrar æsku lengja líf sitt með áti á kvoðunni. Sagnir segja að Qiu Sheng (仇生) sem lifði á tímum Chengtang af Shang (kínverska: 商成汤王) (ríkti 1675–1646 BCE), hafi sagt langlífi sitt af völdum trjákvoðunnar.[10] Shouxing, kínverski guð langlífis (kínverska: 寿星), er yfirleitt sýndur standandi við furu, á meðan rauðhöfða trana situr í greinum trésins. Í hefðbundnu táknletri af "gleði, heiður og langlífi" (kínverska: 福禄寿三星), er furan tákn langlífis, á sama hátt og leðurblaka táknar heill vegna hljóðlíkingar við kínverska táknið fyrir heppni (kínverska: 福). Sveppur sem kínverjar nefna Fu Ling vex á rótum furunnar, og er talinn af kínverjum halda frá tilfinningum hungurs, lækna sjúkdóma og lengja líf.[10]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.