Margaret Clunies Ross (fædd 1942) er McCaughey-prófessor í ensku og fornenskum bókmenntum við Háskólann í Sydney, Ástralíu. Hún veitir forstöðu Centre for Medieval Studies við sama skóla. Hún stundaði nám í Somerville College í Oxford.

Æviágrip

Margaret Clunies Ross hefur einkum fengist við rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum, og sögu þeirra fræða.

Frá 1997 hefur hún verið einn af ritstjórum hinnar nýju heildarútgáfu íslenskra og norskra dróttkvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.

Hún hefur einnig ritað greinar um menningu frumbyggja Ástralíu, gefið út kvæði þeirra og unnið með mannfræðingum og þjóðfræðingum við að rannsaka hvernig þau voru flutt. Þá hefur hún fengist við fornensk fræði og lagt fram efni í Oxford Dictionary of National Biography.

Clunies Ross varð heiðursdoktor við Háskólann í Gautaborg og er félagi í Kungliga Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur í Uppsölum.

Helstu rit

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.