From Wikipedia, the free encyclopedia
Magnús Júlíus Kristjánsson (18. apríl 1862 – 8. desember 1928) var íslenskur athafna- og stjórnmálamaður, alþingismaður í rúma tvo áratugi og fjármálaráðherra 1927 – 1928.
Magnús var fæddur á Akureyri, sonur Kristjáns Magnússonar húsmanns þar og konu hans Kristínar Bjarnadóttur. Hann lærði beykisiðn og lauk prófi í þeirri iðngrein í Kaupmannahöfn 1882. Hann vann síðan að verslunarstörfum á Akureyri og rak eigin útgerð og verslun þar frá 1893 til 1917. Árið 1918 varð hann forstjóri Landsverslunarinnar og gegndi því starfi til 1927.
Hann var alþingismaður Akureyringa 1905-1908 og aftur frá 1913-1922 og síðan landskjörinn þingmaður frá 1926 til dauðadags. Hann átti einnig lengi sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Framan af sat Magnús á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn en gekk í Framsóknarflokkinn þegar hann var stofnaður og varð einn af forystumönnum hans. Hann var formaður miðstjórnar flokksins frá 1926. Þann 28. ágúst 1927 tók hann við starfi fjármaálaráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Hann dó í Kaupmannahöfn í desember 1928 eftir að hafa verið skorinn upp við innvortismeini og tók Tryggvi sjálfur við embætti fjármálaráðherra til bráðabirgða en síðar Einar Árnason.
Kona Magnúsar var Dómhildur Jóhannesdóttir.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.