From Wikipedia, the free encyclopedia
Ludvig Henrik Carl Herman Holstein greifi af Holsteinborg (18. júlí 1815 – 28. apríl 1892) var danskur stórjarðeigandi sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1870 til 1874. Hans helsta pólitíska arfleifð er að hafa tekist að halda Dönum fyrir utan Fransk-prússneska stríðið.
Ludvig Holstein-Holsteinborg | |
---|---|
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 28. maí 1870 – 14. júlí 1874 | |
Þjóðhöfðingi | Kristján 9. |
Forveri | C. E. Frijs |
Eftirmaður | C. A. Fonnesbech |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. júlí 1815 Danmörku |
Látinn | 28. apríl 1892 (76 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku |
Stjórnmálaflokkur | Hægriflokkurinn |
Háskóli | Humboldt-háskólinn í Berlín |
Stjórnmálaafskipti hans hófust í tengslum við deilurnar um stjórnarskrá Danmerkur sem sett var árið 1849, þar sem Holstein skipaði sér í sveit þeirra íhaldssömu afla sem töldu stjórnarskránna vera tilræði við þjóðskipulagið og einveldi konungs. Helstu átakamál sjötta áratugarins í dönskum stjórnmálum snerust um málefni Slésvíkur og Holtsetalands, þar sem Holstein var upphaflega í hópi íhaldsmanna en skipti síðan um skoðun og studdi Nóvembersamkomulagið árið 1863 sem leiddi til styrjaldar við Prússa árið eftir.
Stjórnmálaflokkar nítjándu aldar voru ekki fastmótaðar stofnanir og sjálfstæði einstakra þingmanna var mikið, þótt þeir gengju til liðs við einstaka flokka. Þannig gekk Holstein í hinn nýstofnaða Miðjuflokk sem stofnaður var árið 1866, en fór þó sínar eigin slóðir í ýmsum málum.
Ríkisstjórn C. E. Frijs lét af völdum eftir kosningar árið 1870. Í kjölfarið fól Kristján 9. Holstein greifa að mynda nýja ríkisstjórn. Þrátt fyrir að tilheyra Miðflokknum leitaði Holstein ekki til flokksfélaga sinna við val á ráðherrum, heldur leitaðist við að mynda stjórn með breiðari skírskotun. Stjórnunarstíll Holstein var með þeim hætti að hann blandaði sér lítið í málefni sem heyrðu undir einstaka ráðherra og sökuðu andstæðingar stjórnarinnar hann um að vera lítið annað en skrautfjöður.
Sumarið 1870 braust Fransk-prússneska stríðið út. Almenningur í Danmörku var mjög andsnúinn Þjóðverjum eftir ófarirnar í síðara Slésvíkurstríðinu árið 1864 og voru þær raddir því háværar að nú væri færi á að jafna metin. Ríkisstjórnin var á öðru máli og óttaðist að ef Frakkar myndu tapa stríðinu gætu Danir þurft að gjalda stuðning við þá dýru verði. Stjórnin dró því Frakka á svari eins lengi og mögulegt var, uns ljóst varð að Þjóðverjar ynnu sigur. Reyndist sú ákvörðun afar farsæl í ljósi úrslita stríðsins.
Vinstrisinnuð öfl tóku að eflast á danska þinginu og árið 1873 neitaði þingið í fyrsta sinn að samþykkja fjárlög ríkisins. Tilraunir Holsteins til að tryggja breiðari stuðning við stjórn sína mistókust, sem m.a. kann að skýrast af skorti hans á pólitískri slægð þrátt fyrir allnokkrar persónulegar vinsældir. Hann lét af völdum árið 1874.
Fyrirrennari: C. E. Frijs |
|
Eftirmaður: Christen Andreas Fonnesbech |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.