Christen Andreas Fonnesbech
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Christen Andreas Fonnesbech (7. júlí 1817 – 17. maí 1880) var danskur stórjarðeigandi og lögfræðingur sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1874 til 1875.
Christen Andreas Fonnesbech | |
---|---|
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 14. júlí 1874 – 11. júní 1875 | |
Þjóðhöfðingi | Kristján 9. |
Forveri | Ludvig Holstein-Holsteinborg |
Eftirmaður | J.B.S. Estrup |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 7. júlí 1817 Kaupmannahöfn, Danmörku |
Látinn | 17. maí 1880 (62 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku |
Maki | Karen Sophie Hauberg |
Háskóli | Kaupmannahafnarháskóli |
C. A. Fonnesbech var sonur klæðskera í Kaupmannahöfn og lauk námi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1840. Hann hugðist gerast embættismaður en eftir að hafa fengið stóran arf frá föður sínum árið 1843 festi hann kaup á stórri landareign á norðvestur Sjálandi sem hann byggði hratt upp og stækkaði á næstu árum.
Hann hóf þátttöku í landsmálum árið 1858 en kaus að standa utan stóru stjórnmálaflokkanna heldur taldist hann til óháðra þingmanna. Ósigur Dana í síðara Slésvíkurstríðinu færðist Fonnesbech nær flokki stórlandeigenda á þinginu.
Hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn C. E. Frijs árið 1865 og þótti sinna störfum sínum með prýði. Eftir að stjórn Frijs lét af störfum var hann gerður að innanríkisráðherra í stjórn Holstein-Holsteinborg. Undir ráðuneyti hans heyrðu m.a. ýmis ný tæknikerfi sem þá voru að ryðja sér til rúms í danmörku s.s. járnbrautir og ritsími.
Þegar ríkisstjórn Holstein-Holsteinborg lét af völdum vegna vaxandi væringa milli hægri- og vinstriaflanna á þinginu tók Fonnesbech að sér myndun nýrrar stjórnar eftir að Estrup baðst undan því. Verkefnið var vonlítið og erfitt reyndist að fá öfluga ráðherra til starfa í stjórninni. Stjórninni tókst ekki að miðla málum milli ólíkra fylkinga og hrökklaðist frá eftir tæpt ár. Fonnesbech átti þó áfram sæti á þinginu til dauðadags en lét lítið fyrir sér fara.
Fyrirrennari: Ludvig Holstein-Holsteinborg |
|
Eftirmaður: Jacob Brønnum Scavenius Estrup |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.