Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Louisa May Alcott (29. nóvember, 1832–6. mars, 1888) var bandarískur rithöfundur, smásagnahöfundur og skáld, sem er þekktust fyrir skáldsöguna Yngismeyjar (Little Women 1868) og framhaldssögurnar Little Men (1871) og Jo's Boys (1886).[1] Hún ólst upp á Nýja Englandi og foreldrar hennar, Abigail May og Amos Bronson Alcott, aðhylltust hugsæisstefnu. Hún ólst upp innan um þekkta menntamenn þeirra tíma, eins og Ralph Waldo Emerson, Nathaniel Hawthorne, Henry David Thoreau og Henry Wadsworth Longfellow.[2]
Fjölskylda Alcott átti í fjárlagsvandræðum og hún þurfti að vinna frá unga aldri, en fékk útrás fyrir sköpunarþörfina í skrifum. Skrif hennar tóku að vekja athygli á 7. áratug 19. aldar, en í upphafi notaðist hún við ýmis dulnefni, eins og til dæmis A. M. Barnard, sem hún notaði á æsisögur fyrir fullorðna um ástir og hefnd.[3]
Skáldsagan Yngismeyjar kom út 1868. Hún gerist á heimili Alcott-fjölskyldunnar, Orchard House í Concord Massachusetts, og byggist á æskuárum Alcotts og þriggja systra hennar, Abigail May Alcott Nieriker, Elizabeth Sewall Alcott og Anna Alcott Pratt. Skáldsögunni var vel tekið og hún er enn vinsæl í dag, bæði meðal barna og fullorðinna. Hún hefur verið sett upp nokkrum sinnum fyrir leiksvið, sjónvarp og í kvikmyndum.
Alcott studdi afnám þrælahalds og kvenréttindi. Hún giftist aldrei en var virk í umbótahreyfingum eins og bindindishreyfingunni og baráttuhreyfingum fyrir kosningarétti kvenna.[4] Hún fékk slag og lést tveimur dögum á eftir föður sínum, í Boston 6. mars 1888.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.