From Wikipedia, the free encyclopedia
Kosher (כשר), er hugtak í Gyðingdómi yfir þær fæðutegundir sem eru hreinar í trúarlegum skilningu og leyfilegar til neyslu. Fæðutegundir sem hins vegar eru bannaðar eru kallaðar treifah (einnig treif, טרפה).
Upphaf kosher-reglanna er að finna í 3. Mósebók 11 og 5. Mósebók 14. Þessar reglur þróuðust síðan í munlegri hefð sem safnað var í Mishnah og Talmúd.
Kosher bannar meðal annars að nota sömu ílát fyrri kjöt og mjólkurafurðir sem byggir á boði Guðs í 5. Mósebók 14:21: "Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar". Þetta túlkast sem að neysla kjöts og mjólkurafurða í sömu máltíð er einnig bannað. Skeldýr og svín eru einnig stranglega bönnuð til neyslu og kjöt má einungis neyta ef dýrið hefur verið slátrað með því að skera það á háls.
Slátrun samkvæmt reglum Gyðingdóms eru bannaðar í Noregi, Svíþjóð og Sviss af dýraverndunarástæðum.
Að mörgu leiti eru kosher-reglurnar náskildar halal-reglum múslima.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.