Myllumerki, myllutengi eða kassamerki[1], er merki eða tagg sem er notað á samfélagsmiðlum og örbloggum sem auðveldar notendum að finna færslur um tiltekið þema eða umræðuefni. Myllumerki er lykilorð eða (stutt) lykilsetning sem fylgt er eftir með tákninu # (myllutákn). Myllumerkið er stafbila- og greinimerkjalaust og er samklesst myllutákninu. Það gerir fólki auðveldara að finna og tengjast því efni sem er tengt merkinu og taka þátt í umræðum um það með því að nota sama merki.

Thumb
Skilti á ráðstefnu með kassamerkinu #TimeToAct

Myllumerkið er ein tegund lýsisgagnamerkja sem notuð eru í bloggum og samfélagsmiðlum á netinu, til dæmis samfélagsmiðlinum X, Instagram og Facebook. Kassamerki eru mjög oft notuð í umræðum um samfélagsleg mál og til að sýna samstöðu með fólki sem hefur orðið fyrir fordómum eða harmleik.

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.