Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Karl 12. (17. júní 1682 – 30. nóvember 1718) var konungur Svíþjóðar frá 1697 til dauðadags. Á valdatíð Karls börðust Svíar í norðurlandaófriðnum mikla. Í átökunum reyndi Karl að verja sænska stórveldið en þrátt fyrir mikla hernaðarsnilli hans og stórkostlega hernaðarsigra snemma í styrjöldinni snerist gæfan gegn Svíum eftir orrustuna við Poltava og Svíar glötuðu að endingu næstum öllum landvinningum sínum í Þýskalandi. Karl stóð einnig fyrir ýmsum umbótum í dóms- og skattkerfi Svíþjóðar. Karl er einn af frægustu og umdeildustu konungum Svíþjóðar.
| ||||
Karl 12. | ||||
Ríkisár | 5. apríl 1697 – 30. nóvember 1718 | |||
Skírnarnafn | Carl | |||
Kjörorð | Dominus protector meus | |||
Fæddur | 17. júní 1682 | |||
Tre Kronor, Svíþjóð | ||||
Dáinn | 30. nóvember 1718 (36 ára) | |||
Halden, Noregi | ||||
Gröf | Riddarahólmskirkjunni, Stokkhólmi, Svíþjóð | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Karl 11. Svíakonungur | |||
Móðir | Úlrika Leonóra eldri |
Karl tók við völdum í Svíþjóð þegar hann var fimmtán ára, eftir sjö mánaða langa stjórn ríkisstjóraráðs. Karl tók persónulega við stjórn sænsku herjanna í stríði Svía gegn þríveldabandalagi Danmerkur-Noregs, Saxlands-Póllands og Rússlands. Karl reyndist vera mjög kænn herforingi og undir leiðsögn hans unnu Svíar marga frækna hernaðarsigra snemma í ófriðnum. Árið 1706 höfðu Svíar sigrað næstum alla andstæðinga sína fyrir utan Rússland.
Árið 1707 leiddi Karl herferð gegn Rússlandi en bað herfilegan ósigur gegn Rússum í orrustum við Poltava og Perevolotjna. Vegna ósigranna neyddist Karl til þess að flýja til Tyrkjaveldis, þar sem hann kom á fót útlagastjórn.[1] Karl dvaldi í útlegð í fimm ár en sneri síðan heim til Svíþjóðar til þess að takast á við Dani. Eftir tvær misheppnaðar herferðir var Karl skotinn til bana þann 30. nóvember árið 1718 í umsátri við Fredriksten.[2] Svíþjóð tapaði stríðinu og hafði eftir friðarsáttmálana glatað stórveldisstöðu sinni í Norður-Evrópu fyrir Rússlandi. Einveldi konungsins veiktist mjög og tímabil valddreifingar hófst í Svíþjóð þar sem aukin völd voru í höndum ríkisþingsins. Þetta tímabil entist í um hálfa öld, þar til Gústaf 3. tók sér óskorað konungsvald á ný.
Karl var sonur Karls 11. og Úlriku Leonóru eldri og bróðir Úlriku Leonóru yngri. Í föðurætt var Karl afkomandi Gústafs Vasa og í móðurætt var hann afkomandi Birgis jarls í fjórtánda ættlið. Karl kvæntist aldrei og eignaðist aldrei börn. Því tók systir hans, Úlrika Leonóra, við af honum sem drottning eftir dauða hans, og lét síðan krúnuna ganga til eiginmanns síns, Friðriks.
Auk þess að vera konungur Svíþjóðar var Karl hertogi af Pfalz-Zweibrücken undir nafninu Karl 2. frá 1697 til 1718.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.