Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Norðurlandaófriðurinn mikli var styrjöld milli bandalags Rússlands, Dansk-norska ríkisins og Saxlands og Póllands (og Prússlands og Hannóver frá 1715) og Svíþjóðar, en ástæður styrjaldarinnar eru fyrst og fremst sú valdastaða sem Svíar höfðu komið sér upp við Eystrasalt á kostnað þýsku furstanna, Dana og Rússa undir Pétri mikla. Stríðið hófst með árás bandalagsþjóðanna á Svía 1700 og lauk með Nystad-samningnum og Stokkhólmssamningunum 1721. Til að byrja með unnu Svíar hvern sigurinn á fætur öðrum en kusu að halda styrjöldum áfram, í stað þess að ljúka stríðinu á sínum forsendum. Stríðsgæfan snerist svo Rússum í vil eftir að herfarir Svía inn í Rússland 1709 höfðu dregið úr styrk þeirra og að lokum unnu Rússar stóran sigur í orrustunni við Poltava. Niðurstaða styrjaldarinnar var að Rússar urðu stórveldi við Eystrasalt í stað Svía áður.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.