From Wikipedia, the free encyclopedia
Kóreufura (fræðiheiti: Pinus koraiensis) er furutegund ættuð frá austur Asíu: Kóreu, norðaustur Kína, Mongólíu, tempruðum regnskógum austast í Rússlandi og mið Japan. Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins vex hún í lítilli hæð, vanalega í 600 til 900 m hæð, en sunnar er hún fjallatré í 2.000 til 2.600 m hæð í Japan.[1][2]
Kóreufura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Í ræktun í Morton Arboretum | ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus koraiensis Siebold & Zucc. | ||||||||||||||||
Litningatalan er 2n = 24.[3]
Á náttúrulegu búsvæði sínu eða við áþekk skilyrði getur hún náð 30 m hæð. Ræktuð verður hún að 15 m há.[4] Hún er pýramídalaga í formi, og yngri tré með uppréttar greinar og eldri tré með láréttar greinar sem ná niður að jörð. Grár eða brúnleitur börkurinn flagnar af og kemur þá í ljós rauðleitur innri börkurinn. Blágrænar barrnálarnar eru 5 saman, og að 4,5 sm langar og um 1mm breiðar. Könglarnir eru að 6 til 12 sm langir.[4]
Ætar hneturnar af þessari tegund eru þær sem eru almennastar í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.[4][1] Hnetuolían inniheldur 11.5% af hinni óvenjulegu fitusýru pinolenic acid (cis–5–cis–9–cis–12 octadecatrienoic acid).[5] Olían nýtist í sleipiefni og sápur.[6] Trén eru einnig uppspretta terpentínu, resína og tannína.[1][7]
Kóreufura er einnig ræktuð til skrasuts. Hún þolir mismunandi jarðvegsgerðir og þrífst jafnvel í borgum. Hún er aðlöguð veðurfari með mjög köldum vetrum.[4] Það eru til allnokkur ræktunarafbrigði, svo sem hið bláleita 'Glauca' og 'Silveray' og breiðvaxna 'Winton'.[8]
Viðurinn er nýtanlegur til margra hluta, t.d. í byggingar.[4] Hann er léttur, með beinum vígindum, og auðvelt að vinna með. Það er notað í flísar, spæni (spónaplötur) og pappamassa.[1] Hinar fjölbreytilegu nytjar hafa valdið rányrkju á tegundinni í náttúrunni, og eyðingu búsvæða sem tegundinni fylgja. Síberíutígur á heimkynni sín í þessum skógum, og verndun þeirra er eitt skref í verndun tígursins.[1]
Önnur tegund sem tilheyrir kóreufuru er hnotkráka (Nucifraga caryocatactes), sem safnar fræjunum og leikur stórt hlutverk í dreifingu þeirra.[9]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.