Jedward

From Wikipedia, the free encyclopedia

Jedward

Jedward er írskur poppdúett tvíburanna John og Edward Grimes (fæddir 16. október 1991 í Dyflinni, Írlandi). Þeir komu fyrst fram sem John & Edward í sjöttu þáttaröð X Factor 2009. Þeir lentu í sjötta sæti[1] og umboðsmaður þeirra er Louis Walsh, sem var lærimeistari þeirra í þættinum.[2]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæðing ...
Jedward
Thumb
John og Edward á tónleikaferðalaginu X Factor Live 2010
Upplýsingar
Fæðing16. október 1991 (1991-10-16) (33 ára)
Önnur nöfnJohn og Edward
UppruniDyflinn, Írland
Ár2009-
StefnurPopp, hipp hopp
ÚtgáfufyrirtækiSony Music UK (janúar 2010 – mars 2010)
Universal Music Ireland (mars 2010 – )
MeðlimirJohn Grimes
Edward Grimes
Vefsíðaplanetjedward.net
Loka

Jedward hafa gefið út tvær breiðskífur, Planet Jedward og Viktory, sem báðar urðu tvöföld platína í Írlandi.[3][4] Þeir hafa gefið út sjö smáskífur, þar á meðal Lipstick, sem var framlag Írlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011. Jedward tóku einnig þátt í keppninni 2012 með laginu Waterline.

Jedward eru einnig þekktir fyrir framkomu sína í sjónvarpsþáttum, þar á meðal Jedward's Big Adventure, OMG! Jedward's Dream Factory og fyrir þáttöku í Celebrity Big Brother 2011.

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.