Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
James Madison (16. mars 1751 – 28. júní 1836) var bandarískur stjórnmálamaður og varð 4. forseti Bandaríkjanna frá 1809 til 1817. Hann var sonur ríkra plantekrueigenda í Virginíu eins og Thomas Jefferson. Þeir voru góðir vinir og stóðu saman í baráttunni fyrir réttindaskrá Bandaríkjanna. Madison var Sambandssinni og ásamt Alexander Hamilton mótaði hann stefnu flokksins sem barðist fyrir sterkri miðstýringu og voldugri ríkisstjórn. Hann var einn af aðalstuðningsmönnum Georgs Washingtons og átti stóran þátt í tilurð forsetaembættisins. Madison er einn „landsfeðra“ Bandaríkjanna, en hann hefur verið nefndur „faðir stjórnarskrárinnar“ því hún er að mestu talin hans höfundarverk.
James Madison | |
---|---|
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 4. mars 1809 – 4. mars 1817 | |
Varaforseti | George Clinton (1809–12) Elbridge Gerry (1813–14) |
Forveri | Thomas Jefferson |
Eftirmaður | James Monroe |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. mars 1751 Port Conway, Virginíu, bresku Ameríku |
Látinn | 28. júní 1836 (85 ára) Orange, Virginíu, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókratíski Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Dolley Payne Todd (g. 1794) |
Háskóli | Princeton-háskóli |
Undirskrift |
Þegar George Washington fór að aðhyllast stefnu sambandssinna og varð sammála þeim Hamilton og Madison um það að ríkisstjórnin ætti að vera valdamikil tók Madison að efast um þessa stefnu. Hann fór að líta þannig á að ríkisstjórnin ætti ekki að styrkja iðnað eða verslun umfram landbúnað eða slíka hluti og gekk því yfir í stjórnarandstöðuna og í Demókratískir repúblikanar Thomasar Jeffersons. Þess vegna varð hann utanríkisráðherra (e. secretary of state) á valdatíma Jeffersons og aðalsamningamaður í Louisiana kaupunum.
Árið 1808 varð hann svo forsetaefni demókratískra repúblikana og vann kosningarnar. Forsetatíð hans er aðallega minnst fyrir stríð Bandaríkjanna við Bretland sem hófst árið 1812.
Kosningabaráttan var þó tvísýn. Viðskiptabannið á Bretland og Frakkland hafði lagt efnahag Bandaríkjamanna í rúst. Jefferson hafði aukið herkvaðningu og skatta andstætt kosningaloforðum. Og ekki bara það, heldur þá skiptist Repúblikanaflokkurinn í tvennt, helmingur þeirra studdi George Clinton til forseta embættis. Ekki nóg með það heldur hótaði Nýja England að segja sig úr ríkjasambandinu.
Öllum að óvörum þá vann James Madison stórsigur. Sambandssinnar voru í algjörum minnihluta og þrátt fyrir Demókratískir repúblikanar væru tvískiptir þá hlutu báðir flokkshelmingur í hvoru lagi meira en þeir.
Á sama tíma og George Clinton varð varaforseti. Kjörtímabilið 1808-1812 var tiltölulega tíðindalaust, engin söguleg tíðindi áttu sér stað í utanríkismálum. En vegna þess magnaðist spenna milli Bandaríkjanna og Breta. Fimmtán dögum fyrir kosningar fékk Madison stuðning þingsins fyrir stríði gegn Bretlandi. BNA menn voru sannfærðir um að Bretar væru svo veikburða að þeir gætu ekki svarað fyrir sig og að Kanada yrði innan skamms frelsað og innlimað í Bandaríkin. Þetta átti ekki eftir að fara alveg eins og þeir höfðu hugsað sér.
Eins og ávallt gerist í stríðum þá linnir gagnrýni á ráðamenn og þjóðin þjappast saman. Repúblikanaflokkurinn sameinaðist um forsetann og það má segja að þetta hafi gilt um alla þjóðina. Í raun má rekja upphaf sterkrar þjóðernishyggju Bandaríkjanna til þessa stríðs, fram af því höfðu oft fylki hótað að segja sig úr sambandinu eða deilur staðið á um stjórnarskrána. En þetta batt enda á slíkar deilur í bili.
Sambandssinnar hófu að gagnrýna stríðið af mikilli hörku. Það leiddi til algjörs vinsældahruns hjá flokknum, fólk tók að líta á þá sem föðurlandssvikara. Í fyrsta sinn í bandarískri sögu fór fólk að vera uppnefnt „óþjóðrækið“ og slíkum nöfnum.
Stríðið gekk þó alls ekki vel. Madison hafði búist við að Bretar myndu láta undan sökum þess að stríðið gegn Frökkum var að taka sinn toll en Þvert á móti gekk Bretum óhemju vel í stríðinu. Hin tiltölulega nýstofnaða Washington borg varð meira að segja hertekin og hvíta húsið brennt til grunna seint á árinu.
Það má segja að þar hafi Bandaríkjamenn sloppið með skrekkinn þó svo að sjálfsögðu túlkuðu repúblikanar og Madison þetta sem algjöran sigur, en í raun tókst þeim bara rétt svo að komast undan algjörum ósigri. En þeir unnu þó sigur hvað almenningsálitið varðar, því „federalistar“ urðu óhemju óvinsælir fyrir gagnrýnina á stríðið.
Fyrirrennari: Thomas Jefferson |
|
Eftirmaður: James Monroe |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.