Remove ads
Konungur Stóra Bretlands og Írlands (1901-1910), Keisari Indlands (1901-1910) From Wikipedia, the free encyclopedia
Játvarður 7. (Albert Edward) (9. nóvember 1841 – 6. maí 1910). Játvarður 7. var konungur sameinaðs ríkis Stóra Bretlands og Írlands, breska samveldisins og auk þess keisari Indlands. Játvarður kom til ríkis 1901 eftir móður sína Viktoríu drottningu og hafði þá verið prinsinn af Wales í 60 ár. Játvarður stuðlaði að viðgangi samúðarsambandsins (Entente Cordiale) við Frakka og Rússa gegn Þríveldabandalaginu.
| ||||
Játvarður VII | ||||
Ríkisár | 22. janúar 1901 - 6. maí 1910 | |||
Skírnarnafn | Albert Edward | |||
Fæddur | 9. nóvember 1841 | |||
Í Buckinghamhöll, London, Englandi | ||||
Dáinn | 6. maí 1910 (68 ára) | |||
Í Buckinghamhöll, London, Englandi | ||||
Gröf | Í Kapellu heilags Georgs í Windsorkastala | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Albert prins af Saxe-Coburg og Gotha | |||
Móðir | Viktoría Bretadrottning | |||
Drottning | Alexandra frá Danmörku | |||
Börn | Prinsar og prinsessur:
|
Játvarður giftist dóttur Kristjáns 9. Danakonungs, Alexöndru 10. mars 1863. Hún bar þá titilinn Prinsessa Alexandra Karolína María Karlotta Lovísa Júlía af Slésvík-Holstein-Sonderborg og Glúkksborg. Hún varð eftir það Prinsessa af Wales, og hefur borið þann titil lengst allra. Þau eignuðust sex börn, og þar á meðal George Frederick Ernest Albert sem síðar varð Georg V. Játvarður 7. lést í Buckingham-höll úr alvarlegu berkjukvefi (bronkítis). Á dánarbeði hans kom Prinsinn af Wales (síðar Georg V) og sagði honum að hestur hans „Witch of the Air“ hafði borið sigurorð á Kempton Park-veðreiðarvellinum. Við það svaraði hann: „Það gleður mig mjög“ og voru það andlátsorð hans.
Játvarður 7. var tengdur næstum því hverri einustu kóngafjölskyldu í Evrópu á sínum tíma, aðallega gegnum móður sína og tengdaföður, og var því oft kallaður „frændi Evrópu“.
Fyrirrennari: Viktoría |
|
Eftirmaður: Georg 5. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.