From Wikipedia, the free encyclopedia
Hátalari[1][2] eða gellir[1][2] er tæki sem tekur við upplýsingum á formi rafbyglna og gefa þær frá sér sem hljóðbylgjur. Þeir eru andstæða hljóðnema, sem breytir hljóðbylgjum í rafbylgjur. Háltalarar túlka rafbylgjurnar aftur í hljóðbylgjur þannig að maður getur heyrt þær með eyrunum.[3] Hátalara er að finna í mörgum tækjum eins og sjónvörpum, útvörpum og tónlistarspilurum en þeir eru líka oft bara sjálfstæðir.
Þegar rafstraumurinn í vírlykkju sem liggur í hátalara breytist myndast breytilegt segulsvið, þessar breytingar eru á stefnu. Þessi rafstraumur eða rafmerki er látið ferðast í marga hringi innan hátalarans og þannig myndast segulsviðið. Við lykkjuna er segull en þegar hann kemur fyrir segulsviðið verkar hann á vírlykkjuna. Þá sveiflast lykkjan til og þetta orsakar titringi í loftinu sem er í kringum hana. Titringur þessi hefur sömu tíðni og sveiflur og straumurinn.[3]
Flestir hátalarar samanstanda af keilu úr pappír, plasti eða málmi sem tengd er ramma með fjöðrun, eins og sjá má í skýringarmyndinni. Keiluna þarf að gera úr stífu og léttu efni svo að bylgjurnar myndist. Keilan er fest í rammanum þannig að hún getur eingöngu ferðast í tvær áttir, það eru fram og til baka. Vírlykkjan heitir að öðru nafni hljóðspóla og hún er föst við keiluna. Rafstramurinn rennur frá tengjunum í gegnum vírana að hljóðspólunni. Þessi hljóðspóla er föst við keiluna til að senda út titringinn sem sterkast.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.