Remove ads

Orðið sálmur kemur af latnesku psalmus (að syngja með undirleik af strengjahljóðfæri) sem upphaflega kemur af forngrísku psalmos (að spila á strengjahljóðfæri). Einnig finnst notað orðið hymni, sem sömuleiðis á grískan uppruna (ὕμνος).

Sálmar aðgreina sig frá öðrum ljóðum með því að ætíð vera af trúarlegum toga. Sálmar eru oftast lofsöngur eða bæn til guðs eða andlegs valds.

Í kristni beinast sálmar oftast til Guðs, oft í persónu Jesú Krists, en einnig (sérstaklega í kaþólskum sið og rétttrúnaðarkirkjunni) til Maríu og ýmissa dýrlinga. Lofsöngur hefur verið mikilvægur hluti flestra kristinna trúarathafna allt frá elstu tímum, annað hvort af söfnuðinum eða af sérstökum kór, á seinni öldum oft með orgelundirleik.

Tómas af Aquino, í sambandi við útskýringar sínar á Sálmunum í Biblíunni, skilgreindi kristinn lofsöng á þennan hátt: "Hymnus est laus Dei cum cantico; canticum autem exultatio mentis de aeternis habita, prorumpens in vocem." ("Sálmur er hylling til Guðs með söng; söngur er fögnuður hugans yfir eilífum hlutum, sem brýst fram með röddinni.)

Ekki er vitað með neinni vissu hvernig elsta kristna tónlistin hljómaði vegna þess að engin eiginleg nótnaskrift var til á þeim tímum. Á miðöldum þróaðist hin kristna trúartónlist mjög, nánast eingöngu sem söngur án undirleiks, ekki síst í því formi sem nefnt er gregorssöngur.

Thumb
Marteinn Lúther málaður af Lucas Cranach hinum eldri

Með siðaskiptum gjörbreyttist kirkjutónlistin bæði hvað varðar söng og undirleik og hlutverk tónlistarinnar í messunni. Marteinn Lúther var ekki einungis leiðtogi mótmælenda heldur einnig afkastamikið sálmaskáld. Sálmur hans Ein feste Burg ist unser Gott (sem á íslensku heitir nú Vor Guð er borg á bjargi traust) er ekki einungis einn af þekktustu sálmum mótmælenda heldur er einnig mikið notaður af Rómversk-kaþólsku kirkjunni.

  • Fyrsta íslenska sálmabókin var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1555: Ein Kristilig handbog. Íslenskuð af Herra Marteini Einarssyni.
  • Sú nýjasta var gefin út 1972 í Reykjavík: Sálmabók íslensku kirkjunnar. Fleiri endurútgáfur, viðbætir 1991 og endurútgefin með viðbæti að viðbættum nokkrum nýjum sálmum 1997 og 2001.
Remove ads

Sálmalög

Sálmalag er laglína sem sálmur er sunginn eftir. Margir sálmar eiga sín eigin sálmalög en einnir er til að margir sálmar séu sungnir við sama lagið. Í Sálmabókinni er auðkennt hvaða sálmar eiga eigin lög, Með sínu lagi.

Tengt efni

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads