Remove ads

Hunan (kínverska: 湖南; rómönskun: Húnán) er landlukt hérað í Alþýðulýðveldinu Kína. Það er hluti af svokölluðu Suður-Mið-Kína svæði. Þetta umfangsmikla hrísgrjónaframleiðslusvæði er staðsett í miðju vatnasvið Jangtse fljótsins (Bláá). Hunan afmarkast af héruðunum Hubei í norðri, Jiangxi í austri og Guangdong í suðaustri; við sjálfstjórnarsvæðið Guangxi í suðvestri; og af héraðinu Guizhou og Chongqing borghéruðunum í vestri. Nafnið Hunan er myndað af kínversku orðunum hu („vatn“) og nan („suður“), sem þýðir landið sunnan við Dongting vatn í norðausturhluta héraðsins. Höfuðborg Hunan og stærsta borgin er Changsha við Xiang fljót. Borgin er mikilvæg miðstöð viðskipta, framleiðslu og flutninga. Héraðið nær til 210.000 ferkílómetra. Íbúar voru árið 2014 um 67 milljónir.

Thumb
Kort sem sýnir legu Hunan héraðs í Kína.

Þrjár stærstu borgir héraðsins, Changsha, Xiangtan og Zhuzhou, liggja þétt saman á mótum vega og járnbrauta og árflutninga meðfram Xiang fljóti. Aðrar stórar borgir eru Hengyang sem er efnahags- og fjarskiptamiðstöð í suðurhluta Hunan, og Changde, markaðssetur vatnasvæðisins Yuan fljóts.

Bílnúmeraskilti fyrir ökutæki frá Hunan héraði eru merkt Xiang (湘) eftir Xiang ánni, sem liggur frá suðri til norðurs um héraðið og er hluti af stærsta frárennsliskerfi þess.

Landsvæði Hunan komst fyrst undir stjórn Kínverja um 350 f.Kr. þegar það varð hluti af Chu-ríki. Hunan var fæðingarstaður kommúnistans Maó Zedong sem varð leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína.

Í Hunan búa nokkur þjóðarbrot, þar á meðal Tujia og Hmong (Miao), ásamt Han Kínverjum, sem eru meirihluti íbúanna.

Þrátt fyrir að námuvinnsla og iðnaður hafi verið þróuð allt frá árinu 1949 er efnahagur Hunan áfram að mestu landbúnaður. Ekkert hérað Kína framleiðir meira af hrísgrjónum. Mest af ræktarlandi Hunan er ræktað með nútímatækni, þar á meðal vélrænni áveitu og áburðargjöf. Flest býli eru þó lítil og vélvæðing hefur einskorðast við notkun einfaldra véla og tækja.

Remove ads

Myndir

Remove ads

Tenglar

Heimildir

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads