Remove ads
hérað í Kína From Wikipedia, the free encyclopedia
Guizhou (eða Kweichow) (kínverska: 贵州; rómönskun: Guìzhōu) er landlukt fjallahérað í suðvestur-Kína. Það liggur við austurenda Yungui hásléttunnar og er hálent í vestri og miðju. Héraðið á mörk að sjálfstjórnarsvæðinu Guangxi í suðri, Yunnan í vestri, Sichuan í norðvestri, risaborginni Chongqing í norðri og Hunan héraði í austri.
Íbúar höfuðborgarinnar Guiyang sem liggur í miðhluta Guizhou héraðs voru árið 2016 um 4,7 milljónir.
Samkvæmt manntali Kína sem framkvæmt var árið 2020, bjuggu 38,6 milljónir í Guizhou héraði.
Lýðfræðilega séð er það eitt fjölbreyttasta hérað Kína. Minnihlutahópar telja meira en 37 prósent íbúanna, þar á meðal af þjóðarbrotum Miao, Bouyei, Dong, Tujia og Yi sem tala tungumál frábrugðin kínversku. Eitt helsta tungumálið í Guizhou er afbrigði af mandarín tungumálinu.
Dian-konungsdæmið, sem byggði núverandi landsvæði Guizhou, var innlimað af Han-ættinni árið 106 f.Kr. Guizhou var síðan formlega gert að héraði árið 1413 á valdatíma Ming-ættarinnar.
Ólíkt mörgum öðrum héruðum Kína hefur Guizhou ekki notið verulegs ávinnings af efnahagsumbótum síðari ára. Héraðið er þó ríkt af náttúrulegum, menningarlegum og umhverfislegum auðlindum. Skógrækt, orku- og námuvinnsla er mikilvægur hluti af efnahag héraðsins. En þrátt fyrir það er Guizhou álitið fremur fátækt og efnahagslega vanþróað hérað. Kínversk stjórnvöld hafa horft til Guizhou til að þróa gagnaver.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.