Remove ads
Furutré í Norður-Ameríku From Wikipedia, the free encyclopedia
Hnúðfura (fræðiheiti: Pinus attenuata)(einnig nefnd Pinus tuberculata[3]) er furutegund sem vex í mildu veðurfari í mögrum jarðvegi. Hún vex frá suðurhluta Oregon til Baja California með mesta þéttleikann í norður Kaliforníu og á landamærum Oregon-Kaliforníu.[4]
Hnúðfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus attenuata Lemmon[2] | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Pinus tuberculata var. acuta Mayr |
Króna hnúðfuru er yfirleitt keilulaga með beinum stofni. Hún verður 8 til 24m há.[5] Hinsvegar getur hún verið runni á sérstaklega erfiðum stöðum. Hýn kýs þurran, grýttan fjallajarðveg. Börkurinn er sléttur, flagnandi og grábrúnn á yngri hlutum trésins, og verður grárauðbrúnn með grunnum sprungum og hreistruðum hryggjum á eldri hlutum. Árssprotarnir eru rauðbrúnir og oft klístraðir.
Barrnálarnar eru 3 saman í búnti,[6] gulgrænar og undnar, 9 til 15 sm langar. Könglarnir eru 8 til 16 sm langir, 3 til 6 saman á greinunum. Köngulskeljarnar enda á stuttum, stífum gaddi. Þeir haldast lokaðir í mörg ár þar til eldur opnar þá og þeir losa fræin. Fyrir vikið geta könglarnir orðið eftir í viðnum þegar tréð stækkar.
Hnúðfura vex í nær hreinum skógum en getur myndað blendinga við Pinus muricata, og Geislafuru (Pinus radiata) (P. x attenuradiata) við ströndina. Litningatalan er 2n=24.[7]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.