Heiða Kristín Helgadóttir
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Heiða Kristín Helgadóttir (fædd 20. apríl 1983[1]) er íslenskur stjórnmálamaður og frumkvöðull. Hún stofnaði og leiddi Besta flokkinn og Bjarta framtíð.
Heiða Kristín Helgadóttir | |
---|---|
Fædd | 20. apríl 1983 |
Flokkur | Besti flokkurinn Björt framtíð |
Maki | Guðmundur Kristján Jónsson |
Börn | 3 |
Heiða Kristín Helgadóttir fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hún er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.[2][3]
Eftir útskrift úr háskóla vann Heiða á rannsóknarstofu fyrir gervigreind. Á sama tíma kynnti vinur hennar, Gaukur Úlfarsson, hana fyrir grínistanum Jón Gnarr. Í miðri fjármálakreppu Íslands stofnuðu Heiða og Jón Besta flokkinn árið 2009, upprunalega með það að leiðarljósi að skopstæla pólitískar venjur Íslands.[2][4] Heiða leiddi herferð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2010 og unnu þau óvæntan sigur sem leiddi til þess að Jón Gnarr varð Borgarstjóri Reykjavíkur. Í valdatíð Jóns sem Borgarstjóri á árunum 2010 til 2014 var Heiða ráðgjafi Jóns og trúnaðarmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Besta flokksins.[5][6][7][8]
Árið 2013 stofnaði Heiða stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð, arftaka Besta flokksins, með Guðmundi Steingrímssyni.[9] Hún starfaði sem formaður flokksins frá stofnun hans til loka desember 2014.[10] Í fyrstu alþingiskosningum Bjartrar framtíðar í apríl 2013, hlaut flokkurinn 8,2% fylgi sem leiddi til að sex af 63 sætum á Alþingi Íslands féllu í þeirra skaut.[11] Heiða sat sem varaþingmaður í fjarveru Bjartar Ólafsdóttur á meðan sú síðarnefnda var í fæðingarorlofi.[12]
Árið 2015 var Heiða kynnir í vikulegum stjórnmálaþætti á Stöð 2.[13]
Árið 2015 stofnaði Heiða frumkvöðlafyrirtækið EFNI ehf, markaðsfyrirtæki í Reykjavík, með bandaríska frumkvöðlinum Oliver Luckett.[14][15]
Heiða Kristín Helgadóttir er þriggja barna móðir.[2] Hún er gift Guðmundi Kristjáni Jónssyni.[16]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.