From Wikipedia, the free encyclopedia
Handknattleiksárið 1971-72 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1971 og lauk vorið 1972. Framarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valskonur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í München eftir forkeppni á Spáni.
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.
Haukar höfnuðu í neðsta sæti og áttu að færast niður um deild. Haustið 1972 var ákveðið að fjölga í 1. deild og var þá efnt til aukakeppni milli Hauka og næstefsta liðs 2. deildar.
Ármenningar sigruðu í 2. deild eftir úrslitaleik gegn Gróttu og tryggðu sér þar með sæti í 1. deild. Keppt var í tveimur riðlum með tvöfaldri umferð.
A riðill
B riðill
Félag | Stig |
---|---|
Ármann | 12 |
Breiðablik | 6 |
Fylkir | 4 |
ÍBK | 2 |
Úrslitaleikir um sigur í 2. deild
Oddaleikur
Aukaleikir vegna fjölgunar í 2. deild
FH keppti í Evrópukeppni meistaraliða og komst í 8-liða úrslit.
1. umferð
16-liða úrslit
8-liða úrslit
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna 1972, þar sem handbolti var á dagskrá í fyrsta sinn frá því á leikunum 1936. Ísland tók þátt í 16 landa keppni sem fram fór á Spáni í marsmánuði 1972, þar sem barist var um fimm laus sæti.
Forriðill
Fjögur lið kepptu í forriðli, tvö komust áfram í milliriðil og tóku úrslitin í innbyrðisviðureigninni með sér þangað. Íslenska liðið olli miklum vonbrigðum með því að gera einungis jafntefli í fyrsta leik, en bætti fyrir það með betri frammistöðu í tveimur næstu viðureignum.
Úrslit Íslands
Milliriðill Fjögur lið kepptu í milliriðli. Tvö efstu sætin tryggðu sjálfkrafa farseðilinn á Ólympíuleikana en þriðja sætið gaf oddaleik um síðasta lausa sætið. Íslendingar náðu öðru sætinu, en voru einungis einu marki frá því að vinna riðilinn.
Úrslit Íslands
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Noregur | 3 | 2 | 1 | 0 | 50 | 34 | 5 | |
2 | Ísland | 3 | 2 | 1 | 0 | 58 | 43 | 5 | |
3 | Búlgaría | 3 | 1 | 1 | 1 | 36 | 47 | 2 | |
4 | Austurríki | 3 | 0 | 0 | 3 | 39 | 59 | 0 | |
Leikur um 3. sæti
Ísland sigraði Pólland í keppninni um 3. sætið, 21:19.
Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.
Njarðvík féll í 2. deild.
KR sigraði í 2. deild og færðist upp í 1. deild. Keppt var í fimm liða deild og leikin tvöföld umferð.
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.