From Wikipedia, the free encyclopedia
Íþróttafélag Reykjavíkur eða ÍR er eitt fjölmennasta íþróttafélagið í Reykjavík með rúmlega 1800 virka iðkendur en þar af eru rúmlega 1300 16 ára og yngri. Formaður þess er Bjarki Þór Sveinsson. Íþróttir stundaðar hjá ÍR eru:
Yfir 50% nemenda úr grunnskólum í Seljahverfi og Bakkahverfi(Neðra-Breiðholt) eru iðkendur hjá ÍR og um 40% í öllu Breiðholtinu.[heimild vantar]
Snemma árs 1907 setti Andreas J. Berthelsen, ungur Norðmaður sem búsettur var í Reykjavík, auglýsingu í bæjarblöðin þar sem hann hvatti röska pilta til að mæta á stofnfund félags um fimleika- og íþróttaiðkun. Þann 11. mars sama ár var haldinn stofnfundur Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf þegar stífar leikfimisæfingar.
Sumarið 1910 treystu félagsmenn sér til að sýna leikni sína opinberlega. Var þá haldin fimleikasýning í porti Miðbæjarskólans að viðstöddu fjölmenni. Varð sýning þessi til að opna augu almennings fyrir íþróttum og þá fimleikum sérstaklega. Var aðaláhersla félagsins á fimleikana fyrstu árin.
Samhliða fimleikaæfingum, hófu ÍR-ingar snemma æfingar í frjálsum íþróttum og komu sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði til þess. Jón Halldórsson varð snemma mestur afreksmanna félagsins í frjálsum íþróttum, en hann keppti í hlaupum á Ólympíuleikunum 1912. Jón varð annar formaður ÍR á eftir Berthelsen.
Með tímanum urðu frjálsu íþróttirnar fyrirferðarmestar í starfi ÍR og hafa margir af frægustu frjálsíþróttamönnum landsins keppt undir merkjum þess. Má þar nefna: Jón Kaldal, tvíburana Örn og Hauk Clausen, Vilhjálm Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Einar Vilhjálmsson, Mörthu Ernstsdóttur og Völu Flosadóttur.
ÍR-ingar voru alla tíð með augun opin fyrir nýjum íþróttagreinum. Þannig varð ÍR snemma stórveldi í skíðaíþróttum, átti öflugt sundlið, glímusveit og lyftingadeild. Í hópíþróttum hefut ÍR teflt fram liðum í handbolta, knattspyrnu og körfubolta.
ÍR á í ríg við Leikni, sem er annað lið í Breiðholti. Rígurinn nær jafnt til leikmanna liðanna, stuðningsmanna og íbúa í Breiðholti. Rígurinn hefur orðið til vegna þess að Breiðholt skiptist í tvennt eftir Seljabrautinni. Stuðningsmenn og iðkendur ÍR búa aðallega í Seljahverfinu á meðan stuðningsmenn og iðkenndur Leiknis búa aðallega í Fella- og Hólahverfi. Íbúar í Bakkahverfi skiptast á milli liðanna. Rígurinn er ekki bara vegna þess að liðin skiptast milli hverfa, heldur líka vegna þess að að meðaltali eru íbúar Seljahverfis tekjuhærri en íbúar Fella- og Hólahverfis. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru íbúar Fella- og Hólahverfis líklegri til að vera innflytjendur heldur en íbúar Seljahverfis og hefur það áhrif á sjálfsmynd liðanna og stuðningsmannanna.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.