Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Halldór Blöndal (fæddur þann 24. ágúst, 1938) var forseti Alþingis frá árinu 1999 til ársins 2005 og fyrrum landbúnaðar- og samgönguráðherra. Hann gegndi þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 28 ár, á árunum 1979-2007. Halldór var samgönguráðherra í átta ár, frá 1991 til 1999, meðan landsmenn farsímavæddust og tengdust internetinu. Á árunum 1991-1995 var hann hvort tveggja landbúnaðar- og samgönguráðherra. Á vorþingi, að loknum Alþingiskosningum 1999, var hann kjörinn forseti Alþingis. Hann beitti sér fyrir gerð og samþykkt langtíma áætlunar í vegamálum, lagði niður Ríkisskip og breytti Pósti og Síma í tvö hlutafélög. Halldór útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, hvar hann hafði ritstýrt Gambra og skólablaðinu Muninn. Halldór sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1965-1969 og í fjölda ára í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirrennari: Steingrímur J. Sigfússon |
|
Eftirmaður: Sturla Böðvarsson | |||
Fyrirrennari: Steingrímur J. Sigfússon |
|
Eftirmaður: Guðmundur Bjarnason |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.