Halla Hrund Logadóttir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund Logadóttir (fædd 12. mars 1981) er fyrrum Orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard-háskóla. Hún var skipuð Orkumálastjóri árið 2021.[1]

Staðreyndir strax Orkumálastjóri, Forveri ...
Halla Hrund Logadóttir
Thumb
Orkumálastjóri
Í embætti
19. júní 2021  31. desember 2024
ForveriGuðni A. Jóhannesson
EftirmaðurEmbætti lagt niður
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2024  Suður  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd12. mars 1981 (1981-03-12) (43 ára)
Reykjavík, Íslandi
MakiKristján Freyr Kristjánsson
Börn2
HáskóliHáskóli Íslands (BA)
Tufts-háskóli (MA)
Harvard-háskóli (MPA)
StarfOrkumálastjóri
Æviágrip á vef Alþingis
Loka

Æviágrip

Halla er fædd í Reykjavík þann 12. mars 1981. Foreldrar hennar eru Jóhanna Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og EMDR meðferðaraðili, og Logi Ragnarsson, tölvunarfræðingur. Eiginmaður Höllu er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur.[2] Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist vorið 2001. Árið 2005 útskrifaðist hún úr stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.[3] Halla Hrund lauk meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla og seinna meistara­gráðu í opin­berri stjórn­sýslu með áherslu á umhverf­is- og orku­mál frá Harvard Háskóla.[4]

Árið 2021, var hún skipuð Orkumálastjóri fyrst kvenna.[4][1]

Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard.[2] Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader.[5] Frá 2015-2021 vann  Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.[6]

Samhliða stofnun Arctic Initiative vann Halla Hrund að stofnun alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Halla Hrund hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015. Sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík (HR), þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við HR frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður alþjóðaþróunar við HR. Halla Hrund starfaði árið 2005 í Brussel á vegum utanríkisráðuneytisins að menningarmálum og tók síðar þátt í nýsköpunar- og kennsluverkefni í Lomé í Tógó í Vestur-Afríku og starfaði í nokkra mánuði hjá OECD í París.[2]

Forsetaframboð

Þann 7. apríl 2024, bauð Halla Hrund sig fram til forseta Íslands.[7] Hún hlaut 15,7% fylgi og var í 3. sæti frambjóðenda.[heimild vantar]

Framboð á þing

Þann 18. október 2024 tilkynnti Halla að hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningum sama ár fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, fór fram á það við kjörstjórn flokksins að Halla yrði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, en að hann myndi sjálfur skipa annað sætið.[8] Halla náði kjöri í kjördæminu og tók sæti á Alþingi.[9]

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.