danskur rithöfundur (1805-1875) From Wikipedia, the free encyclopedia
Hans Christian Andersen, betur þekktur sem H.C. Andersen, (2. apríl 1805 – 4. ágúst 1875), var danskt skáld og rithöfundur sem þekktastur er fyrir ævintýri sín, þá sérstaklega „Prinsessuna á bauninni“ og „Litlu hafmeyjuna“. Ævintýri hans hafa verið þýdd á mörg tungumál.
Hans Christian Andersen fæddist árið 1805 í Óðinsvéum í Danmörku. Flest allar enskar uppsprettur nota nafnið „Hans Christian Andersen“ en í Danmörku og í öðrum löndum í Skandinavíu er notað eingöngu „H.C. Andersen.“ Nafnið hans er hefðbundið danskt nafn og er notað sem einfalt nafn, þó að það sé upphaflega samsetning tveggja einstakra nafna.
Faðir Andersens hélt víst að hann tilheyrði aðlinum. Amma hans sagði honum að fjölskyldan hefði einhvern tíma verið af æðri þjóðfélagsstétt.
Meðal þekktustu ævintýra hans eru Eldfærin og Prinsessan á bauninni (1835), Litla hafmeyjan og Nýju fötin keisarans (1837), Litli ljóti andarunginn (1843), Snædrottningin (1844), Litla stúlkan með eldspýturnar (1845) og Hans klaufi (1855). Ævintýrin hafa verið þýdd yfir á mörg tungumál.
Árið 1835 kom fyrsta ævintýrið eftir hann út. Ævintýrin voru ekki mikils metin í fyrstu og seldust illa. Önnur verk eftir hann voru þó vinsæl, þ.e. skáldverkin O.T. (1836) og Kun en Spillemand (1837).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.