Forseti Brasilíu (1882-1954) From Wikipedia, the free encyclopedia
Getúlio Dornelles Vargas (19. apríl 1882 – 24. ágúst 1954) var brasilískur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem gegndi embætti forseta Brasilíu á tveimur tímabilum. Fyrri forsetatíð hans var frá 1930–1945, en á þeim tíma var hann starfsforseti frá 1930–1934, forseti frá 1934–1937 og einræðisherra frá 1937–1945. Eftir að Vargas var steypt af stóli árið 1945 tókst honum að snúa aftur til valda sem lýðræðislega kjörinn forseti árið 1951. Hann sat í embætti þar til hann framdi sjálfsmorð árið 1954. Vargas var forseti í 18 ár, lengur en nokkur annar forseti Brasilíu og næstlengst allra brasilískra þjóðhöfðingja á eftir Pedro 2. keisara. Vargas aðhylltist þjóðernishyggju, iðnvæðingu, miðstýringu, samfélagsvelferð og lýðhyggju. Vegna þessara stefnumála var Vargas kallaður „faðir hinna fátæku“.[1] Vargas var í hópi popúlista á borð við Lázaro Cárdenas og Juan Perón sem komust til valda í Rómönsku Ameríku á fjórða áratuginum með því að leggja áherslu á þjóðernishyggju og samfélagsumbætur.[2] Hann var í senn stuðningsmaður verkamannaréttinda og svarinn andkommúnisti.
Getúlio Vargas | |
---|---|
Forseti Brasilíu | |
Í embætti 3. nóvember 1930 – 29. október 1945 | |
Varaforseti | Enginn |
Forveri | Washington Luís |
Eftirmaður | José Linhares |
Í embætti 31. janúar 1951 – 24. ágúst 1954 | |
Varaforseti | Café Filho |
Forveri | Eurico Dutra |
Eftirmaður | Café Filho |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. apríl 1882 São Borja, Rio Grande do Sul, Brasilíu |
Látinn | 24. ágúst 1954 (72 ára) Catete-höll, Rio de Janeiro, Brasilíu |
Dánarorsök | Sjálfsmorð |
Þjóðerni | Brasilískur |
Stjórnmálaflokkur | Rio-Grandense-lýðveldisflokkurinn (1909–1930) Óflokksbundinn (1930–1946) Verkamannaflokkurinn (1946–1954) |
Maki | Darci Sarmanho (g. 1911) |
Börn | Lutero (1912–89) Jandira (1913–80) Alzira (1914–92) Manuel (1916–97) Getúlio Filho (1917–43) |
Háskóli | Universidade Federal do Rio Grande do Sul |
Undirskrift |
Vargas komst fyrst til valda með hjálp pólitískra utangarðsmanna og almennra hermanna í byltingu árið 1930 sem gerð var í kjölfar ósigurs hans í kosningum fyrr sama ár. Með valdatöku Vargas leið gamla brasilíska lýðveldið undir lok og með því pólitísk yfirráð ríkra landeigenda og kaffiræktarbaróna frá São Paulo. Vargas tókst að vinna sigur í kosningum árið 1934 og notfærði sér hræðslu við kommúnistabyltingu til þess að setja árið 1937 á fót samráðssinnaða alræðisstjórn sem hann kallaði „nýja ríkið“. Ríkisstjórn hans sótti innblástur til fasistastjórna Salazars í Portúgal og Mussolini á Ítalíu. Vargas náði brátt mjög sterku persónufylgi meðal áhagenda stjórnarinnar og byggði upp sterka áróðursmaskínu í kringum persónu sína.
Vargas vildi breyta Brasilíu úr plantekruhagkerfi í iðnaðarveldi undir umsjón ríkisvaldsins. Hann léði innlendum iðnaði hjálparhönd með því að setja upp verndartolla og með því að fjárfesta í ýmsum iðnaðarinnviðum. Vargas ríkisvæddi olíu-, námu-, salt- og bílaiðnaðinn. Stefnumál hans mótuðu efnahag Brasilíu í marga áratugi, bæði á valdatíðum vinstrimanna eins og João Goulart og hægrisinnuðu herstjórnarinnar sem réð frá 1964 til 1985. Endi var bundinn á verndarhyggju Vargas á tíunda ártuginum með frjálslyndisumbótum Fernando Collor de Mello og Fernando Henrique Cardoso.
Vegna aukinna krafa um lýðræði í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar sagði Vargas af sér árið 1945 og José Linhares tók við forsetaembættinu. Vargas var þó nógu vinsæll meðal Brasilíumanna til að vinna sigur í forsetakosningum og komst aftur til valda árið 1951. Á seinni embættistíð sinni glímdi Vargas við þunglyndi vegna aukinna pólitískra deilna og gagnrýni á aðferðum hans. Hann framdi sjálfsmorð í ágúst árið 1954 með því að skjóta sig í bringuna með skammbyssu. Vargas var fyrsti brasilíski forsetinn sem sótti stuðning til alþýðunnar og er gjarnan talinn áhrifamesti brasilíski stjórnmálamaður tuttugustu aldarinnar.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.