From Wikipedia, the free encyclopedia
Lýðhyggja vísar til enska orðsins „populism“ og hefur verið mjög fyrirferðamikið í stjórnmálum Vesturlanda í kjölfar efnhagskreppunnar árið 2008. Lýðhyggja er talin tefla saman hinum almenna eða venjulega einstaklingi gegn því sem kallað er „elíta“ eða yfirstétt í gefnu samfélagi. Lýðhyggja getur birst í stefnum og hugmyndum bæði stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.
Lýðhyggja getur tekið á sig ýmis form og verið bæði til vinstri og hægri í stjórnmálum. Þeir sem aðhyllast lýðhyggju til vinstri eru til dæmis oft á móti stórfyrirtækjum og peningahagsmunum, en þeir sem eru til hægri eru oft á móti sósíalsískum flokkum, verkalýðshreyfingum og þess háttar.
Enska orðið „populism“ hefur stundum verið þýtt sem „lýðskrum“ á íslensku. Stundum er orðið „hentistefna“ einnig notað í sambandi við lýðhyggju. Ef betur er að gáð kemur þó í ljós að hvorugt þeirra er rétt þýðing á hugtakinu lýðhyggja. Samkvæmt íslenskri orðabók merkir orðið „skrum“ oflof sem á að auka áhuga fólks á málefni eða vöru og „hentistefna“ er aðferð við stjórnun sem einkennist af geðþóttaákvörðunum. Slíkt er á engan hátt einskorðað við tilteknar stjórnmálastefnur heldur hafa stjórnmálamenn og flokkar hvarvetna af litrófi stjórnmálanna einhverntíma beitt skrumi til að koma málefnum sínum á framfæri eða sýnt af sér hentistefnu. Þetta eru því frekar einkenni stjórnmála almennt, heldur en einhverrar tiltekinnar stjórnmálastefnu umfram aðrar.
Í Evrópu er fjöldi flokka eða stjórnmálahreyfinga sem hafa verið flokkaðir undir lýðhyggju, til dæmis: Framfaraflokkurinn í Noregi, Svíþjóðardemókratar í Svíþjóð, UKIP í Bretlandi, Rassemblement national, flokkur Marine Le Pen í Frakklandi og Frelsisflokkur Geert Wilders í Hollandi. Andúð á útlendingum og innflytjendum hefur verið áberandi stef í málflutningi bæði Marine Le Pen, Geert Wilders, sem og Svíþjóðardemókrata.[1] [2] [3] Tortryggni gagnvart aðkomufólki eða minnihlutahópum er þó alls ekki hluti af hugtaksskilgreiningu lýðhyggjunnar, þvert á móti hafa á ýmsum tímum komið fram stjórnmálamenn og flokkar hvarvetna af litrófi stjórnmálanna sem aðhyllast slík sjónarmið í einhverjum mæli.
Stundum eru leiðtogar flokka sem flokkast til lýðhyggju taldir hafa svokallaða „útgeislun“ eða það sem þýski félagsfræðingurinn Max Weber kallaði „charisma“ í umfjöllun sinni um hugtakið vald. Þetta er þó alls ekki einskorðað við lýðhyggjuflokka heldur eru persónutöfrar meðal þeirra eiginleika sem almennt geta nýst stjórnmálamönnum til að afla sér fylgis, burtséð frá því hvaða stjórnmálastefnu þeir aðhyllast.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.