From Wikipedia, the free encyclopedia
Friedrich Blass (22. janúar 1843 – 5. mars 1907) var þýskur fornfræðingur.
Hann nam fornfræði við háskólana í Göttingen og Bonn árin 1860 til 1863. Hann kenndi við ýmsa menntaskóla og síðar við háskólann í Königsberg. Árið 1876 hlaut hann prófessorsstöðu í klassískri textafræði við háskólann í Kiel. Árið 1892 flutti hann til Halle og tók við prófessorsstöðu þar. Hann lést 5. mars árið 1907.
Blass heimsótti England oft og þekkti náið til ýmissa enskra fræðimanna. Háskólinn í Dublin veitti honum heiðursdoktorsgráðu árið 1892.
Blass er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar á textum grískra ræðumanna.
Auk fræðirita gaf Blass út fræðilegar ritstýrðar útgáfur á textum ýmissa höfunda, m.a.: Andókídesar (1880), Antífóns (1881), Hýpereidesar (1881, 1894), Demosþenesar (1885), Ísókratesar (1886), Deinarkosar (1888), Demosþenesar (1893), Æskínesar (1896), Lýkúrgosar, Leókratesar (1902), Evdoxosar (1887), Bakkylídesar (3. útg., 1904) og Æskýlosar (1906)
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.