Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Fjalla-Eyvindur Jónsson (f. 1714, d. fyrir 1783) er einn þekktasti útilegumaður Íslandssögunnar og var raunveruleg persóna sem uppi var á 18. öld. Hann var fæddur í Hlíð í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja þar á bæ[1].
Kona Fjalla-Eyvindar, sem lá úti með honum, var Halla Jónsdóttir. Þau höfðu bústaði víða um land, m.a. á Hveravöllum, Þjórsárverum og í Drangavík á Ströndum. Dómsskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni sem dóu ung en Eyvindur átti einn son áður en hann lagðist út. Fjalla Eyvindur er grafinn á Hrafnsfjarðareyri í Hrafnsfirði í Jökulfjörðum; á legsteininum stendur „Hér liggur Fjalla Eivindur Jónsson“. Halla andaðist árið 1792 og hvílir í ómerktri gröf á Stað í Grunnavík.
Um Fjalla-Eyvind og Höllu er til mikið af þjóðsagnaefni og einnig töluverðar sögulegar heimildir. Þau eru aðalpersónur í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum, sem víða hefur verið leikið og sænski leikstjórinn Victor Sjöström gerði kvikmynd eftir 1918.
Kofarústir í Hvannalindum í Ódáðahrauni hafa verið taldar bera vitni um að Eyvindur og Halla hafi dvalist þar um árabil. Engar ritaðar heimildir eru um það en kolefnisgreiningar styðja hugmyndina. [2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.