Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jóhann Sigurjónsson (19. júní 1880 – 31. ágúst 1919) var íslenskt leikskáld, skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir kvæði sín og leikritin Dr. Rung eða Rung læknir, Bóndinn á Hrauni, Fjalla-Eyvind (1911), sem Victor Sjöström gerði kvikmynd eftir 1918, Galdra-Loft (1915) og Mörður Valgarðsson eða Lyga-Mörður. Meðal þekktustu kvæða Jóhanns eru Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem talið er fyrsta óbundna ljóðið á íslensku.
Hann bjó lengst af í Danmörku og skrifaði jöfnum höndum á íslensku og dönsku.
Jóhann var kvæntur danskri konu Ingiborg Sigurjónsson og hefur hún ritað minningar um líf þeirra Mindernes Besøg sem kom út árið 1932 en kom svo út í íslenskri þýðingu hjá Helgafelli árið 1943 undir titlinum Heimsókn minninganna. Þýðandi var Anna Guðmundsdóttir [1]
Síðasta árið sem hann lifði átti hann við mikinn heilsubrest að stríða og í ágústlok 1919 lést hann aðeins þrjátíu og níu ára gamall. Dánarorsök hans mun hafa verið meinsemd við hjarta sem stafaði af gamalli sárasóttarsýkingu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.