Fyrrum fylki í Noregi From Wikipedia, the free encyclopedia
Finnmörk (norska: Finnmark, norðursamíska: Finnmárku, kvenska: Ruija) er stærsta og nyrsta fylki Noregs, 48.649 km² að stærð og með um 72.000 íbúa. Stærsti bærinn í fylkinu er Alta, með um 17.000 íbúa. Höfuðstaður fylkisins er Vadsø, með um 6000 íbúa. Aðra bæi sem nefna má eru Hammerfest og Kirkenes.
Í Finnmörku er helsta byggð samískumælenda í Noregi og eru opinber skilti í fylkinu bæði á norsku og norðursamísku og einnig er opinber þjónusta veitt á báðum málunum. Þing Sama situr í Karasjok.
Nafnið Finnmörk er fornt og þýðir Samaskógur en Samar voru kallaðir Finnar í Noregi fyrr á öldum. Samar voru frumbyggjar í Finnmörku og er þess oft getið í konungasögum og Íslendingasögum að norskir menn fóru í her- eða verslunarleiðangra til Finnmerkur. Á 13. öld fóru þeir að setjast þar að og Hákon háleggur lét reisa virki í Vargey (Vardø) til að verja Finnmörk gegn ásókn úr austri. Norrænir menn eru nú meirihluti íbúanna. Finnmörk varð sérstakt lén undir nafninu Vardøhuslén, sem varð Vardøhusamt árið 1660. Árið 1787 breyttist nafnið í Finnmerkuramt og árið 1919 í Finnmerkurfylki.
Mjög kalt getur verið í fylkinu og hefur frost farið niður í 50 gráður. [1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.