Írskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Fianna Fáil (ísl. Hermenn örlaganna) er hægrisinnaður stjórnmálaflokkur í írska lýðveldinu. Frá stofnun lýðveldisins hafa allar stjórnir ríkisins verið leiddar annaðhvort af Fianna Fáil eða flokknum Fine Gael, sem er einnig hægriflokkur en er talinn frjálslyndari í félagsmálum. Fianna Fáil varð til árið 1926 með klofningi úr írsku sjálfstæðissamtökunum Sinn Féin árið 1926 vegna ósættis með skilmála samningsins sem stofnsetti írska fríríkið. Núverandi leiðtogi flokksins er Micheál Martin.
Hermenn örlaganna Fianna Fáil | |
---|---|
Formaður | Brendan Smith |
Forseti | Micheál Martin |
Varaforseti | Dara Calleary |
Aðalritari | Seán Dorgan |
Þingflokksformaður | Catherine Ardagh |
Stofnár | 16. maí 1926 |
Stofnandi | Éamon de Valera |
Höfuðstöðvar | 65–66 Lower Mount Street, Dyflinni 2, D02 NX40, Írlandi |
Félagatal | 18.000 (2020) |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Hægristefna, frjálslyndi, íhaldssemi, kristileg lýðræðishyggja, írsk þjóðernishyggja, Evrópustefna |
Einkennislitur | Grænn |
Neðri deild írska þingsins | |
Efri deild írska þingsins | |
Evrópuþingið | |
Vefsíða | fiannafail.ie |
Fianna Fáil rekur uppruna sinn til írsku borgarastyrjaldarinnar, sem háð var milli stuðningsmanna og andstæðinga sáttmála sem írskir sjálfstæðissinnar undirrituðu við Bretland í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins árið 1921. Með sáttmálanum hlaut Írland sjálfstæði sem írska fríríkið, en konungur Bretlands var áfram þjóðhöfðingi þess og írskir þingmenn urðu að sverja honum hollustueið. Írskir lýðveldissinnar voru mjög mótfallnir þessum skilmálum en urðu að láta í minni pokann eftir ósigur gegn stuðningsmönnum sáttmálans í borgarastyrjöldinni.[1]
Eftir stofnun fríríkisins héldu andstæðingar samningsins í sjálfstæðisflokknum Sinn Féin fyrst um sinn þá stefnu að taka ekki sæti sem þeir unnu á írska þinginu til þess að þurfa ekki að sverja Bretakonungi hollustueið. Éamon de Valera, einn af leiðtogum samningsandstæðinga í Sinn Féin, ákvað árið 1926 að víkja frá þessari stefnu og stofnaði því nýjan stjórnmálaflokk, Fianna Fáil. Flokkurinn var stofnaður með það að markmiði að meðlimir hans skyldu taka sæti á þinginu en vinna innan vébanda fríríkisins til að slíta smám saman öllum tengslum við Bretland og gera Írland að lýðveldi. Flokkurinn höfðaði til írskra bænda, verkamanna og undirstéttanna með fyrirheitum um efnahagslega sjálfbærni en naut minna fylgis meðal kjósenda úr mið- og yfirstéttum.[2]
Fianna Fáil komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningar í fríríkinu árið 1932. Éamon de Valera varð forsætisráðherra og á stjórnartíð hans var smám saman dregið úr tengslum Írlands við bresku krúnunna. Írlandi var í reynd umbreytt í sjálfstætt lýðveldi með stjórnarskrárbreytingum árið 1937 þar sem forseti Írlands varð þjóðhöfðingi landins í stað Bretakonungs.
Upp frá stofnun írska lýðveldisins hefur Fianna Fáil yfirleitt verið stærsti flokkurinn á írska þinginu. Flokkurinn var við völd í 61 af þeim 79 árum sem liðu frá fyrsta kosningasigri hans til ársins 2011. Lengsta samfellda stjórnartíð hans var í tæp 16 ár frá 1932 til 1958. Lengsta samfellda seta flokksins í stjórnarandstöðu á 20. öldinni var í fjögur ár frá 1973 til 1977. Allir leiðtogar flokksins hafa orðið forsætisráðherrar Írlands.[3]
Fianna Fáil gekk í Bandalag frjálslyndra og demókrata fyrir Evrópu (ALDE) þann 16. apríl árið 2009 og Evrópuþingmenn flokksins sátu á þinginu með Evrópuþinghópi ALDE frá 2009 til 2014. Flokkurinn er aðili að Alþjóðasambandi frjálslyndra flokka.[4]
Flokkurinn viðhélt stöðu sinni sem stærsti hópurinn á írska þinginu í öllum kosningum frá árinu 1932 til ársins 2007. Flokkurinn tapaði verulegu fylgi í kjölfar efnagskreppunnar árið 2008 og galt afhroð í kosningum árið 2011. Í kosningunum lenti flokkurinn í þriðja sæti á eftir Fine Gael og Verkamannaflokknum og var þetta versti kosningaósigur sitjandi ríkisstjórnar í sögu Írlands.[5][6] Flokkurinn bætti við sig fylgi eftir kosningar árið 2016 og féllst á að styðja minnihlutastjórn Fine Gael.[7] Eftir kosningar árið 2020 hlaut Fianna Fáil næstflest atkvæði en varð aftur stærsti flokkurinn á þinginu. Eftir kosningarnar mynduðu Fianna Fáil og Fine Gael samsteypustjórn ásamt Græna flokknum þar sem leiðtogi Fianna Fáil, Micheál Martin, varð forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins.[8]
Fianna Fáil er sem flokkur talinn breiðfylking án sértækrar hugmyndafræði eða stefnumála. Í könnunum, rannsóknum og viðtölum hefur reynst erfitt að benda á áherslumun á milli Fianna Fáil og helsta keppinautar hans, Fine Gael.[9][10][11][12] Margir hafa bent á að munurinn á milli þeirra felist í arfleifð borgarastyrjaldarinnar og í nálgun þeirra á það markmið að ná fram sameiningu Írlands. Kevin Byrne og stjórnmálafræðingurinn Eoin O'Malley hafna þessari skýringu og telja að munurinn á milli flokkanna tveggja eigi sér mun eldri rætur í mismunandi tegundum írskrar þjóðernishyggju (írsku upplýsingarinnar og gelískrar þjóðernishyggju) sem hægt sé að rekja til aðflutninga Engil-Normana og Englendinga til Írlands annars vegar og gelísku eyjarskeggjanna hins vegar.[13]
Á tíunda áratugnum var Fianna Fáil lýst sem íhaldsflokki, en einnig sem þjóðernisflokki. Flokkurinn hefur lýst sjálfum sér sem breiðfylkingu[14] og hefur sótt fylgi til margra samfélagsstétta.[15][16] Frá 1989 til 2011 leiddi Fianna Fáil stjórnarsamstörf bæði við vinstri- og hægriflokka. Meðal langvarandi áherslumála flokksins má nefna írska samheldni, vernd írskrar tungu og ævarandi hernaðarhlutleysi Írlands.[17][18] Flokkurinn er yfirleitt talinn popúlískari,[19] þjóðernissinnaðari og almennt viljugri til að grípa inn í efnahagslífið en Fine Gael[20] en báðir flokkarnir styðja áframhaldandi aðild Írlands að Evrópusambandinu.[21][22]
Leiðtogar Fianna Fáil frá árinu 1926 hafa verið:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.