Dag Hammarskjöld
2. aðalritari Sameinuðu þjóðanna From Wikipedia, the free encyclopedia
2. aðalritari Sameinuðu þjóðanna From Wikipedia, the free encyclopedia
Dag Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld (29. júlí 1905 – 18. september 1961) var sænskur erindreki, hagfræðingur og rithöfundur sem gegndi stöðu annars aðalritara Sameinuðu þjóðanna frá apríl 1953 til dauða síns í flugslysi í september 1961. Hammarskjöld var 47 ára þegar hann var útnefndur og því sá yngsti sem hafði gegnt stöðu aðalritara. Auk þess er hann einn af aðeins fjórum sem hafa hlotið Nóbelsverðlaun eftir dauða sinn[1] og eini aðalritari Sameinuðu þjóðanna sem hefur látist í embætti. Hann lést þegar Douglas DC-6-flugvél hans brotlenti á leið í friðarumræður í Kongódeilunni. Hammarskjöld er jafnan nefndur sem annar tveggja bestu aðalritara Sameinuðu þjóðanna ásamt Kofi Annan[2] og útnefning hans í embættið hefur þótt eitt mesta happ stofnunarinnar.[3] John F. Kennedy Bandaríkjaforseti kallaði Hammarskjöld „mesta stjórnskörung okkar aldar.“[4]
Dag Hammarskjöld | |
---|---|
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna | |
Í embætti 10. apríl 1953 – 18. september 1961 | |
Forveri | Trygve Lie |
Eftirmaður | U Thant |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 29. júlí 1905 Jönköping, Svíþjóð, sænsk-norska sambandinu |
Látinn | 18. september 1961 (56 ára) Ndola, Norður-Ródesíu |
Þjóðerni | Sænskur |
Foreldrar | Hjalmar Hammarskjöld og Agnes Almquist |
Háskóli | Uppsalaháskóli, Stokkhólmsháskóli |
Atvinna | Hagfræðingur, ríkiserindreki |
Undirskrift |
Deilt hefur verið um hvort dauði Hammarskjölds hafi í raun verið slys. Í skýrslu sem skilað var til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 2017 var ályktað að Hammarskjöld hafi verið myrtur.[5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.