Carlos Scarone
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Carlos Scarone (10. nóvember 1888 – 12. maí 1965) var sigursæll úrúgvæskur knattspyrnumaður á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar. Hann var eldri bróðir Héctor Scarone sem lék með honum í úrúgvæska landsliðinu.
Remove ads
Líf og keppnisferill

Carlos Scarone var framherji sem lék með mörgum af sterkari liðum Úrúgvæ og Argentínu á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldar. Hann varð átta sinnum úrúgvæskur meistari með Nacional og einu sinni með CURCC, sem var forveri Peñarol.
Scarone lék 25 landsleiki fyrir hönd Úrúgvæ á árabilinu 1909 til 1922. Hann varð í tvígang Suður-Ameríkumeistari, árin 1917 og 1920.
Árið 1927 lagði Scarone skóna á hilluna. Hann hélt þó áfram að vera viðriðinn knattspyrnuna og gegndi m.a. um tíma starfi þjálfara Nacional á fjórða áratugnum. Hann lést árið 1965 í Montevídeó.
Remove ads
Titlar
- Úrúgvæskur meistari (1): 1911
- Úrúgvæskur meistari (8): 1915, 1916, 1917, 1919, 1920, 1922, 1923, 1924
- Suður-Ameríkukeppnin (2): 1917, 1920.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Carlos Scarone“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. desember 2023.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
