Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Carlos Scarone (10. nóvember 1888 – 12. maí 1965) var sigursæll úrúgvæskur knattspyrnumaður á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar. Hann var eldri bróðir Héctor Scarone sem lék með honum í úrúgvæska landsliðinu.
Carlos Scarone | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 10. nóvember 1888 | |
Fæðingarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Dánardagur | 12. maí 1965 (76 ára) | |
Dánarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Leikstaða | Framherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1908 | River Plate | - |
1909-11 | CURCC | - |
1912 | Racing Club | - |
1913 | Boca Juniors | - |
1914-27 | Nacional | 227 (152) |
Landsliðsferill | ||
1909-1922 | Úrúgvæ | 25 (17) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Carlos Scarone var framherji sem lék með mörgum af sterkari liðum Úrúgvæ og Argentínu á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldar. Hann varð átta sinnum úrúgvæskur meistari með Nacional og einu sinni með CURCC, sem var forveri Peñarol.
Scarone lék 25 landsleiki fyrir hönd Úrúgvæ á árabilinu 1909 til 1922. Hann varð í tvígang Suður-Ameríkumeistari, árin 1917 og 1920.
Árið 1927 lagði Scarone skóna á hilluna. Hann hélt þó áfram að vera viðriðinn knattspyrnuna og gegndi m.a. um tíma starfi þjálfara Nacional á fjórða áratugnum. Hann lést árið 1965 í Montevídeó.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.