11. menntamálaráðherra Bandaríkjanna From Wikipedia, the free encyclopedia
Betsy DeVos Prince (f. 8. janúar 1958) er bandarískur fjárfestir og stjórnmálamaður. Hún var menntamálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trump.
Betsy DeVos | |
---|---|
Menntamálaráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 7. febrúar 2017 – 8. janúar 2021 | |
Forseti | Donald Trump |
Forveri | John King Jr. |
Eftirmaður | Miguel Cardona |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 9. janúar 1958 Holland, Michigan, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Dick DeVos (g. 1979) |
Börn | 4 |
Háskóli | Calvin-háskóli (BA) |
Faðir DeVos, er iðnjöfurinn Edgar Prince, stofnandi Prince Corporation sem framleiddi vélarhluta fyrir bíla. Hún er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóra stórfyrirtækisins Amway og bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi málaliðafyrirtækisins Academi (áður Blackwater).[1] DeVos-fjölskyldan, sem var árið 2016 metin 88 ríkasta fjölskylda Bandaríkjanna, hefur gefið yfir tvö hundruð milljóna til stuðnings hægrisinnaðra og kristinna stofnana.
DeVos hefur verið virk í starfi Repúblíkanaflokksins síðan 1982 og var meðal annars formaður Repúblikanaflokks Michigan frá 1996 til 2000.[1] Í valdatíð George W. Bush var hún virk í fjáröflun fyrir frambjóðendur Repúblíkanaflokksins. Hún hefur löngum verið ötul baráttumanneskja fyrir einkarekstri í skólastarfi og einkaskólum (e: charter schools) og opinberum stuðning og skattaívilnunum fyrir foreldra sem kjósa að senda börn sín ekki í almenningsskóla. Hún hefur verið gagnrýnd harðlega af kennurum og baráttufólki fyrir almenningsfræðslu fyrir árásir á almenningsskóla.[2]
Þann 7 febrúar 2017 skipaði Donald Trump DeVos menntamálaráðherra Bandaríkjanna, og hefur hún gegnt því embætti síðan. Í embætti sínu hefur hún undið ofan af eða fellt úr gildi ýmsar reglur og stefnumál sem komið var á í valdatíð Barack Obama.[3]
DeVos sagði af sér þann 8. janúar 2021, þegar Trump átti tæpar tvær vikur eftir í embætti, vegna þáttar Trumps í að espa upp árás á bandaríska þinghúsið í Washington tveimur dögum fyrr.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.