Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Austin Magnús Bracey (fæddur 30. maí 1990) er íslenskur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Ármann í 1. deild karla í körfuknattleik.
Austin Bracey | ||
Njarðvík vs Snæfell (15219188213).jpg | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Austin Magnús Bracey | |
Fæðingardagur | 30. maí 1990 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 191 cm | |
Þyngd | 88 kg | |
Leikstaða | Skotbakvörður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Selfoss Karfa | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2011-2012 2012-2014 2014-2016 2016-2020 2020-2021 2021-2022 2022- |
Valur Höttur Snæfell Valur Haukar Selfoss Karfa Ármann | |
1 Meistaraflokksferill |
Austin Magnús hóf meistaraflokksferil sinn með Val tímabilið 2011-2012 í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Eftir tímabilið gekk hann til liðs við Hött á Egilsstöðum þar sem hann lék í tvö ár í 1. deild. Seinna tímabilið sitt setti hann persónulegt met í meistaraflokki er hann var með 22,1 stig að meðaltali í leik. Á milli 2014 og 2016 lék hann með Snæfell í efstu deild þar sem hann var með 17,5 og 16,3 stig að meðaltali í leik. Árið 2016 gekk hann aftur til liðs við Val þar sem hann lék í fjögur ár. Haustið 2020 gekk hann til liðs við Hauka í efstu deild.[1]
Í desember 2021 gekk Austin Magnús til liðs við Selfoss þar sem hann kom við sögu í fimm leikjum.[2] Í júlí 2022, samdi hann við Ármann um að leika með félaginu í 1. deild á komandi tímabili.[3]
Austin Magnús er sonur Valray Bracey sem kjörinn var besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 1981-1982 þegar hann spilaði með Fram.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.