Knattspyrnufélagið Haukar er fjölgreinaíþróttafélag sem starfrækt er í Hafnarfirði. Félagið á sterk lið í öllum stóru boltagreinunum, handbolta, fótbolta og körfubolta og afrekaði það árið 2010 að leika með öll sín meistaraflokkslið karla og kvenna í efstu deild. Þar hafði karlaliðið ekki leikið í 31 ár en bæði liðin féllu aftur í fyrstu deild árið eftir.

Staðreyndir strax Gælunafn/nöfn, Stofnað ...
Haukar
Thumb
Fullt nafnHaukar
Gælunafn/nöfn Haukar
Stofnað 12. apríl 1931
Leikvöllur Ásvellir
Stærð ~1400
Stjórnarformaður Ágúst Sindri Karlsson
Deild 1. deild karla
2023 7.
Thumb
Thumb
Heimabúningur
Thumb
Thumb
Útibúningur
Loka
Thumb
Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum.

Saga

Knattspyrnufélagið Haukar var stofnað þann 12. apríl árið 1931 af hópi ungra pilta úr KFUM. Stofnun félagsins var undir verndarvæng séra Friðriks Friðrikssonar sem stakk upp á nafninu, en séra Friðrik hafði áður fylgst með stofnun Knattspyrnufélagsins Vals innan vébanda KFUM í Reykjavík.

Fyrsta kastið æfðu Haukamenn einkum spretthlaup, en markmið stofnenda var þó að leggja stund á knattspyrnu. Aðstöðumál stóðu Haukapiltum þó fyrir þrifum fyrst í stað þar sem félagið fékk ekki aðgang að knattspyrnuvelli Hafnfirðinga á Hvaleyrarholti fyrr en eftir að það var gengið í Íþróttasamband Íslands, sem gerðist ekki fyrr en snemma árs 1932.

Um þessar mundir var annað knattspyrnufélag starfrækt í Hafnarfirði, Knattspyrnufélagið Þjálfi og öttu liðin kappi fyrstu misserin. Fljótlega lognaðist Þjálfi þó út af og urðu Haukar þá eina knattspyrnufélagið í bænum. Allmargir félagsmenn æfðu knattspyrnu með Haukum en aðrar íþróttir með FH. Kom til alvarlegar umræðu að sameina félögin árið 1939 en strandaði það á deilum um nafngift. Í kjölfarið stofnaði FH sína eigin knattspyrnudeild. Öttu félögin kappi heima fyrir en tefldu löngum fram sameiginlegu liði á Íslandsmóti meistaraflokks karla.

Árið 1932 stofnsettu Haukar karlalið í handbolta og sex árum síðar var kvennalið stofnað. Höfðu Haukar forgöngu um stofnun Íslandsmótsins í handbolta árið 1940 og voru afar sigursælir fyrstu árin.

Tenglar

Handball pictogram Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016. Flag of Iceland

Afturelding   Akureyri   FH   Fram   Haukar
Grótta   ÍBV   ÍR   Víkingur   Valur

Knattspyrna
1. deild karla • Lið í 1. deild karla 2024 
Flag of Iceland

Afturelding   Fjölnir   Grótta   Grindavík  Leiknir Njarðvík  
Selfoss   Þór ÍA   Þróttur   Ægir     Vestri

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2024) 

1951 1952 1953 1954

1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2020 2021 2022 2023 2024



Tengt efni: MjólkurbikarinnLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deild

------------------------------------------------­----------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild2. deildDeildakerfiðKSÍ
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.