From Wikipedia, the free encyclopedia
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands er eitt af átta ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Ráðuneytið varð til við samruna þriggja ráðuneyta og hefur umsjón með viðskipta-, iðnaðar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaflokkum. Æðstu yfirmenn þess er atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og æðsti embættismaður er ráðuneytisstjóri. Tveir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherrar vinna í ráðuneytinu í dag, Ragnheiður Elín Árnadóttir starfar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands | |
---|---|
Stofnár | 2012 |
Ráðherra | Kristján Þór Júlíusson |
Ráðuneytisstjóri | Kristján Skarphéðinsson[1] |
Fjárveiting | 30.150,6 2015 |
Staðsetning | Skúlagata 4 101 Reykjavík |
Vefsíða |
Í sjávarútvegsmálum hefur ráðuneytið skipulagsvald og hefur eftirlit með fiskeldi, fiskrækt og skeldýrarækt og stuðlar að og styður við rannsóknir og nýsköpun í atvinnugreinum er varða þá málaflokka. Einnig hefur það umsjón með veiði í ám og vötnum og veiðileyfagjöldum, hvalveiðum og nýtingu fiskstofna.[2] Ráðuneytið rekur Byggðastofnun sem sér um framkvæmd og stefnumótun í byggðamálum auk þess að stuðla að atvinnuþróun, sérstaklega á landsbyggðinni.[3] Ráðuneytið hefur eftirlit með landbúnaði á Íslandi og þá sérstaklega aðbúnað, framleiðslu og markaðsmál og þá sérstaklega inn- og útflutning landbúnaðarafurða. Dýravelferð og vottun lífrænnar framleiðslu heyra einnig undir ráðuneytið.[4] Ráðuneytið hefur eftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.[5]
Viðskiptaráðuneytið | |
---|---|
Stofnár | 1939 |
Lagt niður | 2009 |
Ráðherra | Sjá lista |
Á Íslandi var vipskiptaráðuneyti upprunalega stofnað þann 17. apríl 1939 í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar og hafði þá aðallega umsjón með innflutningi og gjaldeyrismálum, enda var slík starfsemi bundin höftum til ársins 1994. Ráðuneytið sá síðar meir um úthlutun Marshallaðstoðarinnar og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Viðskiptaráðuneytið sinnti einnig alþjóðlegu efnahagssamstarfi Íslands við OECD, aðild að EFTA, GATT og að lokum EES. Við losun hafta breyttist starfsemi ráðuneytisins í að setja reglur um samkeppnismál, banka- og verðbréfaviðskipti og neytendamál.
Iðnaðarráðuneyti var formlega stofnað 1. janúar 1970 við gildistöku laga nr. 73/1969 sem skipti upp málaflokkum Stjórnarráðs Íslands á reglubundinn hátt sem áður höfðu flakkað á milli ráðuneyta. Mál sem sneru að iðnaði höfðu áður heyrt undir samgöngumálaráðuneytið en frá 1957 var allt sem kom úr ráðuneytinu sem sneri að þessum málaflokki ritað í nafni iðnaðarmálaráðuneytis. Þegar Iðnaðarráðuneytið var loks stofnað var það rekið með sameiginlegu starfsliði og í sama húsi og Viðskiptaráðuneytið og fór einn ráðherra með báða málaflokka frá 1988 til 2007 þegar þeim var skipt upp á milli Össurar Skarphéðinssonar og Björgvins G. Sigurðssonar.
Lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands var breytt þann 13. júní 2007 og voru þá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin sameinuð og tók eitt ráðuneyti til starfa 1. janúar 2008.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.