Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Apavatnsför kallast fundur Sturlu Sighvatssonar og Gissurar Þorvaldssonar við Apavatn vorið 1238. Sturla kom þá ásamt Böðvari Þórðarsyni frænda sínum að vestan með hátt á fjórða hundrað manna og gerði Gissuri, sem þá bjó á Reykjum í Ölfusi, orð að finna sig við Apavatn. Gissur átti sér einskis ills von og kom með aðeins 40 manna hóp með sér og er þeir höfðu rætt saman um stund lét Sturla menn sína handtaka Gissur og afvopna menn hans. Hann sagðist ætla sér meiri hlut en öðrum mönnum á Íslandi en Gissur væri eini maðurinn sem hann óttaðist. Síðan lét hann Gissur sverja sér trúnaðareið og heita því að fara úr landi. Gissur sagðist síðar telja að Sturla hefði hugleitt að taka hann af lífi. Sagt var að er þeir riðu frá Apavatni hefði Sturla verið heldur ófrýnn en Gissur hinn kátasti. Síðan reið allur flokkurinn til Reykja og var þar haldin mikil átveisla; Gissur sendi eftir nautum um Grímsnes og Ölfus til veislunnar.
Síðan var ákveðið að Ormur Svínfellingur tæki að sér að gæta Gissurar þar til honum yrði komið í skip. Gissur fór þó fljótlega þaðan, enda var þá bandamaður hans Kolbeinn ungi kominn suður um Kjöl með marga menn með sér. Fóru þeir með þrettán hundruð manna flokk vestur í Dali á eftir Sturlu en ekki kom þó til bardaga í það sinnið. Þessir atburðir voru undanfari Örlygsstaðabardaga seinna um sumarið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.