1383

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

1383

Árið 1383 (MCCCLXXXIII í rómverskum tölum)

Ár

1380 1381 138213831384 1385 1386

Áratugir

1371-13801381-13901391-1400

Aldir

13. öldin14. öldin15. öldin

Thumb
Skjaldarmerki stórmeistara Þýsku riddaranna.

Á Íslandi

  • Mikael Skálholtsbiskup kom til landsins (sumar heimildir segja þó að það hafi verið 1385).
  • Jón Sigmundsson kvæntist Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, fyrri konu sinni, og var brúðkaupsveislan haldin í Víðidalstungu. Var þar margt manna samankomið og mikið drukkið.
  • Ásgrímur Sigmundsson var veginn í bardaga í kirkjugarðinum í Víðidalstungu í brúðkaupi Jóns bróður síns. Það leiddi til Morðbréfamálsins löngu síðar.
Fædd
Dáin

Erlendis

  • 22. janúar - Ríkharður 2. Englandskonungur gekk að eiga Önnu af Bæheimi.
  • 17. maí - Jóhann 1., konungur Kastilíu og León, gekk að eiga Beatrísu af Portúgal, sem þá var tíu ára að aldri.
  • 22. október - Beatrísa af Portúgal erfði ríkið eftir lát föður síns, Ferdínands 1. Portúgalskonungs. Portúgalir sættu sig ekki við að lúta stjórn eiginmanns hennar, Jóhanns Kastilíukonung, og risu upp undir forystu Jóhanns af Avis, óskilgetins hálfbróður Ferdínands. Borgarastyrjöldinni lauk 1385 með sigri Jóhanns af Avis, sem varð þá Jóhann 1. Portúgalskonungur.
  • Þýsku riddararnir hófu stríð gegn Litháum.
  • Byggingu Bastillunnar í París lauk.
Fædd
Dáin
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.