Norðlendingar rituðu Noregskonungi bréf um fjárkröfur biskupa og fleiri umkvörtunarefni, þar á meðal hve fjölmennir biskupar væru í yfirferðum sínum um landið.
Ólafur kláði, sonur herra Gríms Þorsteinssonar, var höggvinn. Ekki er vitað fyrir hvaða sakir.
Annálar greina frá því að til Íslands hafi hrakið grænlenskt skip sem siglt hafði til Marklands og á því 17 menn. Það kom í Straumfjörð á Mýrum en sigldi síðan til Noregs.
Fædd
Dáin
Erlendis
2. febrúar - Borgarastríði í Býsans, milli Jóhanns 6. Kantakouzenos og forráðamanna Jóhanns 5. Palaíológos lauk með innreið Kantakouzenos í Konstantínópel. í maí var svo samið um sættir og að Jóhann 5. skyldi kvænast Helenu, dóttur Kantakouzenos.
Maí - Skip Genúamanna, sem höfðu flúið frá Kaffa vegna pestarinnar, höfðu viðdvöl í Konstantínópel og báru Svarta dauða þangað.
19.-20. júní - Bretónska erfðastríðið: Lið Karls af Blois beið lægri hlut fyrir enskum sveitum undir stjórn Sir Thomas Dagworth og Karl var tekinn höndum.