From Wikipedia, the free encyclopedia
Đorđe Vujadinović (serbneska: Ђорђе Вујадиновић) (f. 29. nóvember 1909 - d. 5. október 1990) var knattspyrnumaður frá Serbíu og bankagjaldkeri. Hann var í keppnisliði Júgóslavíu á Ólympíuleikunum 1928 og fyrstu Heimsmeistarakeppninni árið 1930.
Đorđe Vujadinović fæddist í úthverfi borgarinnar Smederevo en fluttist ungur til Belgrað þar gekk hann í raðir BSK Belgrað sem hafði á besta liði Júgóslavíu að skipa. Þegar atvinnumennska hóf innreið sína í júgóslavneska boltann neitaði Vujadinović að þiggja laun og bar því við að hann þénaði nægilega vel í starfi sínu sem bankagjaldkeri. Bankastörfin áttu þó eftir að setja mark sitt á knattspyrnuferil hans þar sem hann gat ekki fengið frí hvenær sem hentaði og þurfti því að sleppa ýmsum landsliðsverkefnum. Vegna bankastarfanna greip félag hans oft til þess ráðs að fljúga Vujadinović á síðustu stundu í útileiki og fékk hann því viðurnefnið knattspyrnumaðurinn fljúgandi.
Hann varð fimm sinnum júgóslavneskur meistaði með BSK Belgrað: 1930-31, 1932-33, 1934-35, 1935-36 og 1938-39. Þá varð hann markakóngur júgóslavnesku deildarinnar í tvígang, 1929 og 1930-31.
Landsleikir Vujadinović urðu 44 á árabilinu 1929 til 1940. Hann tók þátt í öllum þremur leikjum Júgóslava á HM í Úrúgvæ 1930 og skoraði tvö marka sinna manna. Eitt gegn Bólivíu í riðlakeppninni og annað í undanúrslitunum á móti Úrúgvæ þar sem hann náði forystunni í 6:1 ósigri.
Að leikferlinum loknum sneri Vujadinović sér að þjálfun bæði í heimalandinu og í Tyrklandi. Hann stýrði m.a. ungmennalandsiði Júgóslavíu á sjöunda áratugnum. Hann lést árið 1990.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.