From Wikipedia, the free encyclopedia
Þjóðviljinn var dagblað sem kom út fyrst sem málgagn Kommúnistaflokksins, síðan Sósíalistaflokksins og loks Alþýðubandalagsins frá 1936 til 1992.
Vorið 1941 lét stjórn breska hernámsliðsins á Íslandi stöðva útgáfu Þjóðviljans og voru forsprakkar blaðsins fluttir í fangelsi til Bretlands. Sakargiftir þeirra voru áróður gegn Bretum. Meðan á útgáfubanni Þjóðviljans stóð var gefið út blaðið Nýtt dagblað í hans stað.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.