Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Þórarinn Benedikt Þorláksson (14. febrúar 1867 – 10. júlí 1924[1]) var íslenskur listmálari og fyrstur Íslendinga til að nema málaralist erlendis. Hann hélt fyrstu eiginlegu málverkasýningu á Íslandi og var fyrsti listmálarinn sem hlaut opinbera styrki. Þórarinn málaði aðallega landslagsmyndir. Ásamt Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni er hann talinn til frumkvöðlanna fjögurra í íslenskri myndlist.
Þórarinn var næstyngsta barn foreldra sinna en þau eignuðust fjórtán börn. Faðir Þórarins, sem var prestur á Undirfelli í Vatnsdal, lést þegar Þórarinn var aðeins fimm ára gamall. Þórarinn lærði upphaflega bókbandsiðn og veitti síðan um skeið forstöðu bókbandsstofu Ísafoldar. Árið 1900 fékk hann styrk frá Alþingi til að nema listir í Danmörku. Þórarinn hélt til Kaupmannahafnar, veturinn 1905, og lauk þar málaranámi, fyrstur Íslendinga. Hann hafði áður fengið nokkra tilsögn í dráttlist hjá frú Þóru Thoroddsen. Þegar hann kom til Íslands ferðaðist hann um landið og málaði landslagsmyndir og hélt síðar sýningu á verkum sínum í Glasgow sem var hinn fyrsta eiginlega myndlistasýning á Íslandi.
Þann 30. desember 1913 var Þórarinn skipaður í nefnd sem hanna átti fána Íslands. Hann kenndi teikningu í Iðnskólanum og var forstöðumaður skólns 1916 til 1922. Einnig rak hann bókaverslun og blaðaafgreiðslu. Þórarinn var einn af helstu forgangsmönnum stofnunar Listvinafjelagsins og stóð fyrir byggingu sýningarskála þess á Skólavörðuholtinu.
Þórarinn var kvæntur Sigríði Snæbjarnardóttur. Þau áttu þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þórarinn lést af völdum hjartaáfalls í sumarbústað sínum við Laugarvatn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.