From Wikipedia, the free encyclopedia
Tómatur (mjög sjaldan nefnt rauðaldin) er ber tómatplöntu (fræðiheiti: Solanum lycopersicum) sem er jurt af náttskuggaætt. Tómatplantan verður að jafnaði 1-3 m há. Þótt tómatar séu ber sé litið til grasafræðinnar og þar af leiðandi undirflokkur ávaxta,[1][2] eru þeir einnig flokkaðir sem grænmeti í næringarfræðinni.
Tómatur | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ávextir tómataplöntu | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Solanum lycopersicum Carolus Linnaeus | ||||||||||||||||||
Tómatur er fjölær klifurjurt en er oftast ræktaður sem einær. Eins eru til ræktunarafbrigði sem mynda litla runna í stað þess að klifra upp, eru einær og gefa alla uppskeruna á sama tíma. Lítil hár á stilknum hjálpa við klifur og geta myndað rót ef þau komast í snertingu við raka.
Ekki er vitað hvenær menn hófu að rækta tómata en elstu merki um slíka ræktun eru frá Mið-Ameríku um 500 f.Kr.
Tómataræktun hófst á Íslandi í fyrstu gróðurhúsunum sem reist voru og hituð með jarðhita. Árið 1925 birtust fréttir af tómataræktun í stórum stíl í gróðurhúsi Bjarna Ásgeirssonar á Reykjum í Mosfellssveit.[3] Ræktunin þótti gefast vel vegna sumarbirtunnar. Árið 1938 var áætlað að landsframleiðslan næði 40 tonnum.[4] Árið 2011 var tómatuppskeran á Íslandi rúm 1600 tonn.[5]
Tómatar eru ræktaðir um allan heim vegna ávaxtanna. Þúsundir kvæma eru afurð aldalangrar valræktunar en geta tómata til að mynda ný afbrigði átti stóran þátt í vinsældum þeirra í upphafi. Ræktaðir tómatar geta verið frá 5 mm berjum að steikartómötum sem eru 10 cm í þvermál. Flest kvæmin gefa af sér rauð aldin um 5-6 cm í þvermál en til eru afbrigði með grænum, gulum, appelsínugulum, fjólubláum og svörtum aldinum.
Kína er stærsti tómataframleiðandi heims en þar á eftir koma Bandaríkin, Indland og Tyrkland.
Orðið tómatur er komið úr nahúatl en á því máli heitir ávöxturinn xitomatl. Elstu merki um ræktun hans eru frá Mexíkó um 500 f.Kr. Tómaturinn kom fyrst til Evrópu frá ríki Asteka með Spánverjum sem hófu ræktun hans um 1540. Honum er fyrst lýst í ítölsku grasafræðiriti Pietro Andrea Mattioli árið 1544 og þá kallaður pomo d'oro „gullepli“, en undir því nafni gekk ávöxturinn víða fyrst í stað. Af þeim sökum halda menn að tómatafbrigðið sem Evrópubúar kynntust fyrst hafi verið gult. Reynt var að nefna tómatinn á íslensku rauðaldin, en það nýyrði festist ekki við hann. [6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.