35. og 37. forseti Síle From Wikipedia, the free encyclopedia
Miguel Juan Sebastián Piñera Echenique (f. 1. desember 1949, d. 6. febrúar 2024) var síleskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Síle. Hann gegndi embættinu tvívegis, frá 2010 til 2014 og frá 2018 til 2022.
Sebastián Piñera | |
---|---|
Forseti Síle | |
Í embætti 11. mars 2018 – 11. mars 2022 | |
Forveri | Michelle Bachelet |
Eftirmaður | Gabriel Boric |
Í embætti 11. mars 2010 – 11. mars 2014 | |
Forveri | Michelle Bachelet |
Eftirmaður | Michelle Bachelet |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. desember 1949 Santíagó, Síle |
Látinn | 6. febrúar 2024 (75 ára) Rancovatni, Los Ríos-fylki, Síle |
Þjóðerni | Síleskur |
Stjórnmálaflokkur | Renovación Nacional |
Maki | Cecilia Morel (g. 1973) |
Börn | 4 |
Háskóli | Pontificia Universidad Católica de Chile Harvard-háskóli |
Undirskrift |
Piñera var sonur stjórnmálamanns úr síleska Kristilega demókrataflokknum og er menntaður í viðskiptaverkfræði og hagfræði. Árið 2019 mat Forbes eignir Piñera upp á andvirði um 2,8 milljóna Bandaríkjadala. Samkvæmt því er Piñera einn ríkasti maður Síle.[1][2] Piñera var fyrsti hægrisinnaði forseti Síle frá endalokum einræðisstjórnar Augusto Pinochet árið 1990[3] og fyrsti hægrimaðurinn til að ná lýðræðislegu kjöri á forsetastól landsins frá árinu 1958.[4]
Í október árið 2019 brutust út fjöldamótmæli gegn stjórn Piñera í Santíagó. Mótmælin beindust í upphafi gegn verðhækkun á lestarmiðum en tóku fljótt á sig breiðari mynd með kröfum mótmælenda um bættar almenningsþjónustur og bætt lífsskilyrði. Piñera lýsti yfir neyðarástandi og lét senda síleska herinn á vettvang til að hafa hemil á mótmælendunum. Var þetta í fyrsta sinn sem herinn var kallaður út á götur Síle frá falli einræðisstjórnarinnar.[5] Þann 22. október höfðu að minnsta kosti 15 mótmælendur látið lífið í átökum við hermenn.[6] Piñera hefur reynt að miðla málum, meðal annars með því að draga verðhækkunina til baka og lýsa yfir hækkun á lágmarkslaunum í landinu[7] en tillögur hans nægðu ekki til að sefa mótmælendurna. Þann 26. október mótmæltu um milljón manns í Santíagó Piñera og voru þetta talin fjölmennustu mótmæli í sögu landsins.[8]
Í Pandóruskjölunum árið 2021 var upplýst um sölu á námufyrirtækinu Dominga, sem var í eigu barna Piñera, á fyrsta kjörtímabili hans árið 2010. Í kjölfarið hóf embætti ríkissaksóknara rannsókn á kröfum vegna sölunnar og á ásökunum um að Piñera hefði notað skrifstofu sína til persónulegra viðskipta í embætti. Stjórnarandstaðan á þingi Síle bar jafnframt fram embættiskæru gegn Piñera vegna málsins þann 13. september 2021.[9]
Piñera lést í þyrluslysi árið 2024. Gabriel Boric, eftirmaður Piñera, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins.[10]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.