Reykjavíkurkjördæmi suður
eitt af kjördæmum Íslands From Wikipedia, the free encyclopedia
eitt af kjördæmum Íslands From Wikipedia, the free encyclopedia
Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með því að skipta upp Reykjavíkurkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.
Þingmenn
|
|
---|---|
Mannfjöldi | 136.894 (Í Reykjavík allri, 2024) |
Sveitarfélög | 1 (að hluta) |
Kjósendur
|
|
Kjörsókn | 79,2% (2021) |
Núverandi þingmenn | |
Í stjórnarskrá Íslands er mælt fyrir um að mörk kjördæma eigi að skilgreina í lögum en að heimilt sé að fela Landskjörstjórn afmörkun á kjördæmamörkum í Reykjavík og nágrenni. Í kosningalögunum er mælt fyrir um að skipta skuli Reykjavíkurborg frá austri til vesturs í norðurkjördæmi og suðurkjördæmi. Landskjörstjórn afmarkar kjördæmin og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Mörk kjördæmanna liggja í grófum dráttum meðfram Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og svo um Grafarholtshverfi þar sem skiptingin hefur færst lítillega til við hverjar kosningar eftir því hvernig íbúaþróun er í hverfum borgarinnar. Grafarholt var þannig allt í norðurkjördæminu við kosningarnar 2003 en við kosningarnar 2021 var hverfið að mestu komið yfir í suðurkjördæmið.
Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi hafa flestir stjórnmálaflokkar áfram skipulagt starf sitt í Reykjavík sem einni heild. Þeir flokkar sem halda prófkjör hafa t.d. iðulega haldið sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin þar sem sigurvegari prófkjörsins tekur fyrsta sætið á lista í öðru kjördæminu og sá sem lendir í öðru sæti tekur fyrsta sætið í hinu kjördæminu.
Í þeim sjö kosningum sem haldnar hafa verið frá því að núgildandi kjördæmaskipan var tekin upp hefur Sjálfstæðisflokkurinn sex sinnum átt fyrsta þingmann kjördæmisins en Samfylkingin einu sinni.
Kosningar | Kjósendur á kjörskrá |
Breyting | Greidd atkvæði |
Kjörsókn | Utankjörfundar- atkvæði |
Þingsæti | Kjósendur á hvert þingsæti |
Vægi[1] | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi | Hlutfall greiddra | ||||||||
2003 | 42.761 | á ekki við | 37.327 | 87,3% | 3.812 | 10,2% | 11 | 3.887 | 86% |
2007 | 43.391 | 630 | 35.846 | 81,4% | 4.609 | 12,9% | 11 | 3.945 | 89% |
2009 | 43.747 | 356 | 36.926 | 84,4% | 4.607 | 12,5% | 11 | 3.977 | 91% |
2013 | 45.187 | 1.430 | 36.228 | 80,2% | 5.877 | 16,2% | 11 | 4.108 | 92% |
2016 | 45.770 | 583 | 35.787 | 78,2% | 5.537 | 15,5% | 11 | 4.161 | 94% |
2017 | 45.584 | 186 | 36.598 | 80,3% | 6.065 | 16,6% | 11 | 4.144 | 95% |
2021 | 45.725 | 141 | 36.201 | 79,2% | 8.683 | 24,0% | 11 | 4.157 | 98% |
2024 | 47.503 | 1.778 | - | - | - | - | 11 | 4318 | 99% |
[1] Vægi atkvæða í þessu kjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu. | |||||||||
Heimild: Hagstofa Íslands |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.