íslenskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Píratar eru íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 2012 og sat á Alþingi frá 2013 til 2024, þar til að þau duttu út. Píratar leggja áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og baráttu gegn spillingu, loftslagsmál, friðhelgi einkalífs, gjaldfrjálsa grunnþjónustu og frjálsa miðlun þekkingar. Borgararéttindi eru Pírötum jafnframt hugleikin; eins og tjáningarfrelsið, óskert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, kosningarétturinn, rétturinn til að mótmæla og sjálfsákvörðunarréttur fólks. Píratar stefna að varðveislu og útvíkkun slíkra réttindi og þeir telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, réttur hvers og eins sé jafn sterkur.[2]
Píratar | |
---|---|
Fylgi | 3,0% |
Framkvæmdastjóri | Kristín Ólafsdóttir |
Stofnár | 2012 |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Borgararéttindi, friðhelgi einkalífsins, gagnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, beint lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur[1] |
Einkennislitur | fjólublár |
Sæti á Alþingi | |
Sæti í sveitarstjórnum | |
Listabókstafur | P |
Vefsíða | www.piratar.is |
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum |
Stefnumál Pírata eru mótuð á sérstökum umræðu- og kosningavef flokksins, þar sem félagsfólki býðst að móta og greiða atkvæði um stefnurnar. Á vefnum er jafnframt valið á framboðslista Pírata, bæði fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.
Píratar voru stofnaðir árið 2012. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy tilkynntu upphaflega um fyrirhugað framboð og formlegur stofnfundur þess fór síðan fram laugardaginn 24. nóvember 2012.[3][4] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[5][6] Listabókstafur Pírata er P. [7]
Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 undir listabókstafnum Þ[8] (sem var breytt í P 2016) og fékk 5,1% atkvæða og 3 þingmenn. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 fengu Píratar einn mann kjörinn í Reykjavík. [9].
Fylgi Pírata mældist í skoðanakönnun MMR í apríl 2015, 32% og með mesta fylgi allra flokka á landinu.[10] Í apríl 2016 höfðu Píratar mælst stærsti flokkurinn í ár og alltaf yfir 30 prósentum. Þeir náðu metfylgi, 43%, í könnun eftir umræðu um Panamaskjölin og stjórnakreppu sem því fylgdi en fengu 14.5% atkvæða í Alþingiskosningunum þá um haustið. [11].
Píratar buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og hlutu kjörna fulltrúa í Reykjavík og í Kópavogi. Í Reykjavík hlutu Píratar 7,7% atkvæða og tvo borgarfulltrúa,[12] í Kópavogi fengu Píratar 6,6% og einn bæjarfulltrúa.
Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði 15. september 2017[13] var boðað til kosninga. Píratar buðu fram og hlutu 9,2% fylgi og 6 þingmenn. Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, gekk til liðs við Pírata í febrúar 2021[14] og urðu þingmenn flokksins þá 7.
Píratar buðu fram í sveitastjórnarkosningum 2022 og bættu við sig einum borgarfulltrúa í Reykjavík með 11,63% atkvæða. Í Kópavogi fengu Píratar 9,53% atkvæða og héldu þar með einum bæjarfulltrúa.[15] Píratar buðu fram með Viðreisn og óháðum í Árborg undir nafninu Áfram Árborg þar sem Álfheiður Eymarsdóttir var oddviti og var hún kosin inn í sveitastjórn Árborgar.[16]
Í Alþingiskosningunum 2024 féll flokkurinn af þingi og hlaut einungis 3% fylgi.
Framkvæmdastjórn Pírata er kosin á aðalfundi Pírata. Hver stjórnarmeðlimur situr í tvö ár og er hlutverkum skipt milli ára. Stjórnin sér um almenna stjórn og rekstur hreyfingarinnar.[20]
Stjórnarmeðlimir:
Formaður framkvæmdastjórnar: Atli Stefán Yngvason
Ritari framkvæmdastjórnar: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar: Tinna Helgadóttir
Stefnu- og málefnanefnd er kosin á aðalfundi Pírata og veitir hreyfingunni aðstoð varðandi stefnumótun og málefnastarf. Nefndin sér um Pírataþingið sem er haldið tvisvar á ári þar sem grasrót hreyfingarinnar kemur saman til að fara yfir stefnur og málefni sem grasrótina varðar.
Nefndarmeðlimir:
Formaður stefnu- og málefnanefndar: Inga Þóra Haraldsdóttir
Varaformaður: Indriði Ingi Stefánson
Derek Terell Allen
Árni Pétur Árnason
Fjármálaráð tryggir gagnsæi, valddreifingu og vönduð bókhaldsvinnubrögð í fjármálum. Þá ber ráðið ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar Pírata.
Meðlimir ráðsins:
Valborg Sturludóttir
Tinna Helgadóttir
Björn Gunnlaugsson
Magnús Kr Guðmundsson
Huginn Þór Jóhannsson
Kristján Gísli Stefánsson
Álfheiður Eymarsdóttir
Halla Kolbeinsdóttir
Kristín Reynisdóttir
Atli Rafn Viðarsson
Stefán Örvar Sigmundsson
Formaður: Árni Pétur Árnason
Varaformaður: Eva Sjöfn Helgadóttir
Ritari: Elín Kona Eddudóttir
Gjaldkeri: Matthías Hjartarson
Indriði Ingi Stefánsson
Varafulltrúi: Margrét Ásta Arnarsdóttir
Varafulltrúi: Kjartan Sveinn Guðmundsson
Varafulltrúi: Þorgeir Lárus Árnason
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.