From Wikipedia, the free encyclopedia
Pensilín er andbakterískt lyf af beta-laktam gerð. Það er notað gegn sýkingum af völdum næmra baktería, venjulega Gram-jákvæðra. Orðið penisillín er einnig oft notað um önnur beta-laktam sýklalyf sem smíðuð eru út frá penisillíni.
Efnaformúla penisillínefna er R-C9H11N2O4S.
Efnið var fyrst einangrað úr myglusveppnum Penicillium chrysogenum (sem áður var kallaður Penicillium notatum). Fyrstur til að taka eftir áhrifum myglunnar á bakteríur var ungur franskur læknanemi að nafni Ernest Duchesne árið 1896, en þær athuganir náðu þó aldrei lengra.
Árið 1928 (endur)uppgötvaði Alexander Fleming áhrif þess á bakteríur , þegar hann tók eftir eyðu í kring um myglusvepp sem hafði vaxið meðal Staphylococcus-kólonía í ræktunarskálum,(en) sem hann hafði skilið eftir um nokkurn tíma á rannsóknastofunni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að efni, sem sveppurinn gæfi frá sér, dræpi bakteríurnar. Með hjálp sveppafræðings komst hann að því, að sveppurinn í tilraunafatinu var Penicillium notatum og þaðan er nafn sýklalyfsins komið. Einnig fann hann út að penisillín hélst ekki í líkamanum nógu lengi til að vinna bug á bakteríum og hætti því rannsóknum 1931[heimild vantar]. Uppgötvun hans leiddi síðar til byltinga í læknavísindum 1939 þegar Howard Walter Florey og rannsóknahópur hans við Oxford háskóla sýndu fram á hæfileika þess til að drepa sýkla í mönnum. Þetta leiddi síðar til fjöldaframleiðslu penisillíns.
Í síðari heimstyrjöldinni varð penisillínið til þess að bjarga mörgum mannslífum úr liði Bandamanna. Árið 1944 kom það fyrst á almennan markað.
Efnisbygging penisillíns var ákvörðuð af Dorothy Crowfoot Hodgkin snemma árið 1940, sem gerði efnasmíð þess mögulega. Hópur vísindamanna í Oxford undir stjórn ástralans Howard Walter Florey og í voru meðal annarra Ernst Boris Chain og Norman Heatley, uppgötvaði aðferð til að fjöldaframleiða lyfið. Florey og Chain deildu nóbelsverðlaununum í læknisfræði 1945 ásamt Fleming fyrir hans störf. Penisillín er nú mest notaða sýklalyfið og er enn notað gegn mörgum Gram-jákvæðum bakteríusýkingum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.