Mörður Valgarðsson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mörður Valgarðsson (um 1000) er ein af persónunum í Brennu-Njáls sögu. Hann bjó á Hofi á Rangárvöllum og var sonur hjónanna Valgarðs gráa og Unnar Marðardóttur, frændkonu Gunnars á Hlíðarenda, en hún var áður gift Hrúti Herjólfssyni vestur í Dölum. Mörður Valgarðsson er annálaður fyrir illmensku sína, undirferli og lygar og er illyrðið „lygamörður“ dregið af nafni hans.

Hann átti meðal annars þátt í vígi Gunnars á Hlíðarenda og Höskulds Hvítanessgoða. Einnig kom hann mjög við sögu í aðdraganda Njálsbrennu og lék stærsta hlutverkið í eftirmálunum, því að hann sótti brennumenn til saka á Alþingi.

Mörður kvæntist Þorkötlu Gissurardóttur hins hvíta og áttu þau að minnsta kosti tvö börn: Valgarð Marðarson, sem var skáld og bjó á Velli (fyrrum bæ Marðar gígju langafa síns) og Rannveigu Marðardóttur, sem giftist Starkaði Starkaðarsyni af ætt Svínfellinga.

Jóhann Sigurjónsson skrifaði sitt síðasta leikrit um Mörð og nefnist það ýmist Mörður Valgarðsson eða Lyga-Mörður. Mörður varð líka aðalpersónan í endurgerðinni Njálu eftir Bjarna Harðarson, sem heitir Mörður, gefin út 2014.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.